Viðskipti innlent

Mat á eignasafni Landsbankans væntanlegt

Óvissa er um verðmæti eignasafns Landsbankans sem á að ganga upp í Icesave skuld.
Óvissa er um verðmæti eignasafns Landsbankans sem á að ganga upp í Icesave skuld.
Samkvæmt heimildum Vísis er nýtt mat skilanefndar á eignum Landsbankans væntanlegt á allra næstu dögum.

Síðustu opinberu upplýsingar um eignastöðu bankans eru frá því í febrúar og var þá gert ráð fyrir að um 80% af eignum bankans myndu endurheimtast. Eins og nýlega hefur komið í fréttum, gerir breska endurskoðunarskrifstofan CIPFA ráð fyrir að eignir Landsbankans geti staðið undir allt að 95% af andvirði Icesave innistæðutrygginganna sem ríkið ábyrgist.

Ábyrgð ríkisins er hins vegar háð samþykki Alþingis en eins og komið hefur fram í fjölmiðlum hafa nokkrir þingmenn ríkisstjórnarflokkanna sett sig andvíga frumvarpinu.

Stefnt er að enn veigameira endurmati á eignum bankans síðla hausts.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×