Innlent

Kannabisræktun í bílskúr stöðvuð

Kannabis
Kannabis

Að kvöldi miðvikudags komst upp um kannabisræktun í bílskúr á Selfossi. Tveir menn voru handteknir af lögreglunni og færðir til yfirheyrslu.

Ræktunin var á byrjunarstigi og plöntur fáar og litlar.

Til að komast hjá því að greiða fyrir rafmagnsnotkun höfðu mennirnir tengt framhjá orkumæli. Þeir munu verða ákærðir fyrir það brot jafnframt fíkniefnabrotinu.

Þeir játuðu brot sín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×