Viðskipti innlent

Málflutningur í máli Hansa í dag

Björgólfur Guðmundsson.
Björgólfur Guðmundsson.

Málflutningur í máli Hansa, eignarhaldsfélags enska úrvalsdeildarfélagsins West Ham, fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Félagið, sem er að mestu í eigu Björgólfs Guðmundssonar, hefur verið í greiðslustöðvun frá því í nóvember á síðasta ári en stærstu kröfuhafar vilja að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta.

Björgólfur Guðmundsson, keypti West Ham árið 2006 á 85 milljónir punda. Að minnsta kosti þrír hafa sýnt áhuga á að kaupa félagið og þá er ekki útilokað að sátt náist milli eigenda og kröfuhafa áður en málið verður tekið fyrir í héraðsdómi í dag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×