Viðskipti innlent

Gylfi lokar NASDAQ markaðnum

Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra.
Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra.
Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, og Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, munu loka NASDAQ markaðnum við hátíðlega athöfn í dag að NASDAQ MarketSite sem er á Times Square í hjarta í New York. Athöfnin hefst klukkan 15:45 að bandarískum tíma eða klukkan 19:45 að íslenskum tíma.

Fram kemur í tilkynningu að NASDAQ hefur um árabil boðið skráðum fyrirtækjum, félagasamtökum og einstaklingum að opna eða loka NASDAQ markaðnum daglega að MarketSite. MarketSite turninn er „lifandi" allan sólarhringinn og veitir stöðugt allra nýjustu upplýsingar úr viðskiptalífinu ásamt auglýsingum. Turninn er oft notaður í kvikmyndum, sjónvarpsþáttum og í blöðum.

Innan í MarketSite turninum hafa helstu alþjóðlegu viðskiptamiðlar aðstöðu, meðal annars CNBC, Bloomberg TV, Reuters, NDTV Profit, CNBD India, Business Week TV og fleiri sem ná til milljóna áhorfenda um allan heim með allra nýjustu upplýsingar af markaðnum.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.