Viðskipti innlent

Iceland Express flýgur til Rotterdam í sumar

Iceland Express ætlar að hefja flug til Rotterdam í Hollandi næsta sumar. Flogið verður einu sinni í viku frá og með 2. júni, á fimmtudögum. Þar með fjölgar áfangastöðum félagsins í 25 og hafa aldrei verið fleiri, að því er segir í tilkynningu frá félaginu.

Félagið hefur nýlega tilkynnt um áætlunarflug til New York, Lúxemborgar, Mílanó á Ítalíu, Birmingham í Bretlandi og Osló í Noregi.

Í Rotterdam búa hátt í sex hundruð þúsund manns og sveitarfélagið er það næststærsta í landinu á eftir Amsterdam. Höfnin í Rotterdam er sú stærsta í Evrópu. Mikið er af alls kyns listasöfnum í borginni, þar er heimavöllur knattspyrnuliðsins Feyenoords og í Rotterdam eru margar frægustu bygginga Hollands, en borgin er þekkt fyrir góðan arkitektúr.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×