Viðskipti innlent

Ísland: Mesta kvikmyndaframleiðsluríki veraldar

Batman var framleidd hér á landi, en Íslendingar eru mestir kvikmyndaframleiðsluþjóða veraldar.
Batman var framleidd hér á landi, en Íslendingar eru mestir kvikmyndaframleiðsluþjóða veraldar.

Ísland er mesta kvikmyndaframleiðsluríki veraldar, sé tekið mið af höfðatölu, en Financial Times ritaði grein um þetta á vef sínum í gær.

Þar segir jafnframt að þó Indland framleiði yfir þúsund kvikmyndir á ári þá sé það lítið miðað við rúman milljarð íbúa sem þar búa. Aftur á móti hafi sex kvikmyndir verið framleiddar á Íslandi árið 2003, og í ljósi þess að við erum eingöngu þrjúhundruð þúsund, þá er um 20 kvikmyndir að ræða á milljón íbúa.

Alls voru 64 kvikmyndir framleiddar í Hong Kong sama ár en það gera níu kvikmyndir á hverja milljón. Indónesía situr hinsvegar á botni kvikmyndaframleiðsluríkja því þeir framleiddu 17 kvikmyndir, íbúafjöldinn eru 240 milljónir, því er meðaltalið 0,1 kvikmynd á hverja milljón íbúa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×