Viðskipti innlent

Bakkavör tapar 27 milljörðum

Ágúst og Lýður Guðmundssynir en Bakkavör tapaði 27 milljörðum á síðasta ári.
Ágúst og Lýður Guðmundssynir en Bakkavör tapaði 27 milljörðum á síðasta ári.

Bakkavör tapaði 27 milljörðum króna á síðasta ári eða 154 milljónum punda. Hagnaður var af félaginu á síðasta ári upp á 47 milljónir punda.

Þá var einskiptiskostnaður 177 milljóni punda, meðal annars. vegna kostnaðar af hagræðingaraðgerðum á tímabilinu, taps af fjárfestingu félagsins í Greencore Group, taps af gangvirðisbreytingum vaxtaskiptasamninga og gengistaps af erlendum lánum félagsins, auk áhrifa gjaldfærslu skatta vegna afnáms skattaívilnunar á iðnaðarhúsnæði í Bretlandi á tímabilinu.

Handbært fé frá rekstri fyrir skatta og vexti var 45,7 milljónir punda á árinu og handbært fé frá rekstri fyrir skatta og vexti á ársfjórðungnum var neikvætt um 22,7 milljón punda, samanborið við innflæði handbærs fjár fyrir skatta og vexti 27,6 milljónir punda á fjórða ársfjórðungi 2007.

Bakkavör er í eigu Lýðs og Ágústs Guðmundssona en þeir áttu Exista sem einnig átti stóran hlut í Kaupþingi fyrir fall bankans.

Ágúst Guðmundsson, forstjóri Bakkavarar segir að Þrátt fyrir krefjandi umhverfi hafi Bakkavör náð að tryggja fjármögnun allra

rekstrarfélaga Bakkavarar, styrkja rekstrargrundvöll félagsins og viðhaldið sölu þrátt fyrir almennt minnkandi eftirspurn á mörkuðum félagsins.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×