KR hefur komist í oddaleik í síðustu fjögur skipti í svona stöðu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. apríl 2009 23:00 Pálmi Freyr Sigurgeirsson á ferðinni á móti Grindavík. Mynd/Valli KR-ingar þurfa að vinna í Grindavík á morgun til að eiga möguleika á að vinna Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla því eftir 107-94 sigur Grindavíkur í DHL-Höllini geta þeir tryggt sér titilinn í Röstinni á morgun. KR-liðið hefur staðist svona pressu oft áður og hefur liðið þannig komist fjórum sinnum í röð í oddaleik þegar liðið er með bakið upp við vegginn og þarf að vinna til að forðast sumarfrí. KR-ingar hafa gefið tóninn í fyrsta leikhluta í öllum þessum fjórum leikjum en KR-liðið hefur unnið upphafsleikhlutann með samtals 40 stiga mun (96-56) í þessum sigurleikjum sem hafa allir fært liðinu oddaleik á heimavelli. Fjórir leikmenn KR-liðsins í dag hafa tekið þátt í öllum þessum fjórum leikjum undanfarin þrjú tímabil en það eru þeir Fannar Ólafsson, Skarphéðinn Freyr Ingason, Pálmi Freyr Sigurgeirsson og Brynjar Þór Björnsson. Það má búast við að þeir Pálmi og Darri Hilmarsson fái hugsanlega að spila meira í þessum leik en til þessa í seríunni því báðir hafa þeir spilað mjög vel þegar KR-ingar hafa tryggt sér oddaleik síðustu þrjú tímabil. Darri Hilmarsson hefur sem dæmi hitt úr 15 af 16 skotum sínum utan af velli (93,8 prósent) og skorað 38 stig á 46 mínútum. Darri hefur einnig tekið 13 fráköst á þessum tíma. Darri hefur spilað í 37 mínútur í einvíginu á móti Grindavík. Pálmi Freyr hefur skorað 12,8 stig að meðaltali á 29,0 mínútum í þessum leikjum þar sem hann hefur hitt úr 52,8 prósent skota sinna og öllum átta vítunum. Pálmi hefur spilað í 28 mínútur í einvíginu á móti Grindavík. Skarphéðinn Freyr Ingason hefur einnig hitt vel í þessum leikjum eða úr 10 af 17 skotum sínum (58,8 prósent) og hann hefur byrjað inn á í þremur af fjórum leikjanna þrátt fyrir að hafa ekki spilað í meira en 69 mínútum í þeim öllum. Skarphéðinn hefur spilað í 18 mínútur í einvíginu á móti Grindavík. Það eru liðin sex ár síðan að KR-ingum mistókst að tryggja sér oddaleik eftir að hafa átt í hættu á að tapa einvíginu. Það var í átta liða úrslitum á móti Njarðvík 2003 og vann Njarðvík 97-95. Friðrik Ragnarsson, núverandi þjálfari Grindavíkur, þjálfaði Njarðvíkurliðið í þeim leik og Páll Kristinsson lék einnig með Njarðvík. KR-ingar í sömu stöðu og nú undanfarin ár 8 liða úrslit 2008 á móti ÍR (86-80 sigur) ÍR vann fyrsta leikinn 76-85 í DHL-Höllinni og gat slegið KR út í næsta leik á heimavelli. KR vann 86-80 eftir framleningu og tryggði sér oddaleikinn. Undanúrslit 2007 á móti Snæfelli (104-80 sigur) Snæfell vann þriðja leikinn 63-61 í DHL-Höllinni og gat slegið KR út í næsta leik á heimavelli. KR vann fórða leikinn örugglega í Hólminum, 104-80, og sendi síðan Snæfell í sumarfrí með 76-74 sigri í framlengdum oddaleik. 8 liða úrslit 2007 á móti ÍR (87-78 sigur) ÍR vann fyrsta leikinn 65-73 í DHL-Höllinni og gat slegið KR út í næsta leik á heimavelli. KR vann 87-78 og tryggði sér oddaleikinn sem liðið vann 91-78. 8 liða úrslit 2006 á móti Snæfelli (61-61 sigur) Snæfell vann fyrsta leikinn 68-71 í DHL-Höllinni og gat slegið KR út í næsta leik á heimavelli sínum í Hólminum. KR vann 62-61 á ótrúlegri sigurkörfu Melvin Scott og tryggði sér oddaleikinn sem liðið vann 67-64. Dominos-deild karla Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira
KR-ingar þurfa að vinna í Grindavík á morgun til að eiga möguleika á að vinna Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla því eftir 107-94 sigur Grindavíkur í DHL-Höllini geta þeir tryggt sér titilinn í Röstinni á morgun. KR-liðið hefur staðist svona pressu oft áður og hefur liðið þannig komist fjórum sinnum í röð í oddaleik þegar liðið er með bakið upp við vegginn og þarf að vinna til að forðast sumarfrí. KR-ingar hafa gefið tóninn í fyrsta leikhluta í öllum þessum fjórum leikjum en KR-liðið hefur unnið upphafsleikhlutann með samtals 40 stiga mun (96-56) í þessum sigurleikjum sem hafa allir fært liðinu oddaleik á heimavelli. Fjórir leikmenn KR-liðsins í dag hafa tekið þátt í öllum þessum fjórum leikjum undanfarin þrjú tímabil en það eru þeir Fannar Ólafsson, Skarphéðinn Freyr Ingason, Pálmi Freyr Sigurgeirsson og Brynjar Þór Björnsson. Það má búast við að þeir Pálmi og Darri Hilmarsson fái hugsanlega að spila meira í þessum leik en til þessa í seríunni því báðir hafa þeir spilað mjög vel þegar KR-ingar hafa tryggt sér oddaleik síðustu þrjú tímabil. Darri Hilmarsson hefur sem dæmi hitt úr 15 af 16 skotum sínum utan af velli (93,8 prósent) og skorað 38 stig á 46 mínútum. Darri hefur einnig tekið 13 fráköst á þessum tíma. Darri hefur spilað í 37 mínútur í einvíginu á móti Grindavík. Pálmi Freyr hefur skorað 12,8 stig að meðaltali á 29,0 mínútum í þessum leikjum þar sem hann hefur hitt úr 52,8 prósent skota sinna og öllum átta vítunum. Pálmi hefur spilað í 28 mínútur í einvíginu á móti Grindavík. Skarphéðinn Freyr Ingason hefur einnig hitt vel í þessum leikjum eða úr 10 af 17 skotum sínum (58,8 prósent) og hann hefur byrjað inn á í þremur af fjórum leikjanna þrátt fyrir að hafa ekki spilað í meira en 69 mínútum í þeim öllum. Skarphéðinn hefur spilað í 18 mínútur í einvíginu á móti Grindavík. Það eru liðin sex ár síðan að KR-ingum mistókst að tryggja sér oddaleik eftir að hafa átt í hættu á að tapa einvíginu. Það var í átta liða úrslitum á móti Njarðvík 2003 og vann Njarðvík 97-95. Friðrik Ragnarsson, núverandi þjálfari Grindavíkur, þjálfaði Njarðvíkurliðið í þeim leik og Páll Kristinsson lék einnig með Njarðvík. KR-ingar í sömu stöðu og nú undanfarin ár 8 liða úrslit 2008 á móti ÍR (86-80 sigur) ÍR vann fyrsta leikinn 76-85 í DHL-Höllinni og gat slegið KR út í næsta leik á heimavelli. KR vann 86-80 eftir framleningu og tryggði sér oddaleikinn. Undanúrslit 2007 á móti Snæfelli (104-80 sigur) Snæfell vann þriðja leikinn 63-61 í DHL-Höllinni og gat slegið KR út í næsta leik á heimavelli. KR vann fórða leikinn örugglega í Hólminum, 104-80, og sendi síðan Snæfell í sumarfrí með 76-74 sigri í framlengdum oddaleik. 8 liða úrslit 2007 á móti ÍR (87-78 sigur) ÍR vann fyrsta leikinn 65-73 í DHL-Höllinni og gat slegið KR út í næsta leik á heimavelli. KR vann 87-78 og tryggði sér oddaleikinn sem liðið vann 91-78. 8 liða úrslit 2006 á móti Snæfelli (61-61 sigur) Snæfell vann fyrsta leikinn 68-71 í DHL-Höllinni og gat slegið KR út í næsta leik á heimavelli sínum í Hólminum. KR vann 62-61 á ótrúlegri sigurkörfu Melvin Scott og tryggði sér oddaleikinn sem liðið vann 67-64.
Dominos-deild karla Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira