Dwyane Wade, stjarna Miami Heat, hefur alltaf gaman af því að spila gegn Washington enda á hann nánast alltaf góðan leik gegn liðinu.
Wade skoraði 41 stig gegn Washington í nótt sem er hans besta í vetur. Þar af komu 15 stig í þriðja leikhlutanum.
Wade var stigahæstur í deildinni í fyrra með 30,2 stig að meðaltali í leik skoraði 40 stig gegn Wizards í síðustu viku. Hann er með 29,9 stig að meðaltali í vetur.
Miami hefur komið skemmtilega á óvart í upphafi tímabils og er með næstbesta árangurinn í Austurdeildinni, 6-1, á eftir Boston, 7-1.
Úrslit næturinnar:
Charlotte-Orlando 81-93
Miami-Washington 90-76
Chicago-Denver 89-90
Memphis-Portland 79-93
Dallas-Houston 121-103
Sacramento-Oklahoma 101-98