Viðskipti innlent

Taldi sig ekki þurfa að segja Geir frá tilboði Breta

Fyrrum efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar taldi það ekki í sínum verkahring að greina forsætisráðherra fá tilboði breska fjármálaeftirlitsins um að færa Icesave inn í breska lögsögu.

Björgólfur Thor Björgólfsson hélt því fram í viðtali við Kompás skömmu eftir hrun bankanna að bresk yfirvöld hefðu daginn áður en að neyðarlögin voru sett boðist til þess að taka alla Icesave reikninga undir sína ábyrgð. Þetta hefði átt að taka fimm daga gegn því að Landsbankinn legði fram 200 milljóna punda tryggingu. Landsbankinn óskaði eftir láni frá Seðlabanka Íslands til að standa skil á tryggingunni. Tryggvi Þór Herbertsson, sem var efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar, segist hafa heyrt af þessu boði sunnudagskvöldið 5. Október.

Tryggvi segist hafa heyrt aftur í Sigurjóni um klukkan 3 á aðfararnótt mánudags en þá hafi Seðlabankinn ekki verið búinn að gefa svar. Tryggvi segist fyrst hafa sagt Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, frá þessu tilboði breska fjármálaeftirlitsins daginn eftir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×