Viðskipti innlent

Hjól atvinnulífsins snúast á Grundartanga

Myndin er á heimasíðu Faxaflóahafna.
Myndin er á heimasíðu Faxaflóahafna.

Töluverðar gatnagerðaframkvæmdir á vegum Faxaflóahafna eru nú á Grundartanga og uppbygging tveggja fyrirtækja á nýjum lóðum er komin á gott skrið.

Fjallað er um málið á heimasíði Faxaflóahafna. Þar segir að þetta séu fyrirtækin Vélsmiðjan Héðinn og Mjólkurfélag Reykjavíkur. Þau bæði hafa hafið framkvæmdir við byggingu nýrra húsa fyrir starfsemi sína.

Stálgrind byggingar Héðins er þessa dagana að rísa og undirstöður og sökklar á verksmiðjubyggingu Mjólkurfélags Reykjavíkur að taka á sig mynd.

„Ástæða er til þess að vekja athygli á því þar sem unnið er í dag að krafti að uppbyggingu á nýrri atvinnustarfsemi og ... er snúningur á hjólum atvinnulífisins við höfnina," segir á heimasíðunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×