Ríkisforstjórar enn á hærri launum en forsætisráðherra 15. september 2009 05:30 Breytingum á lögum um kjararáð sem gerðar voru á Alþingi í júli er ætlað að sjá til þess að enginn hjá ríkinu nema forsetinn fái hærri laun en forsætisráðherra.FréttablaÐIÐ/aNTON „Þetta tekur tíma og ég held að það verði ekkert að frétta í þessum mánuði,“ segir Guðrún Zoëga, formaður kjararáðs, um það hvenær vænta megi niðurstöðu ráðsins varðandi ný launakjör hjá æðstu stjórnendum hjá ríkinu og ríkisfyrirtækjum. Alþingi samþykkti í júlí breytingar á lögum um kjararáð sem fela í sér að mun fleiri en áður falli undir ákvarðanir ráðsins varðandi launakjör. Um er að ræða framkvæmdastjóra félaga í meirihlutaeigu ríkisins og framkvæmdastjóra félaga sem ríkisfélögin eiga meirihluta í. Þá á kjararáð að ákveða laun forstöðumanna Samkeppniseftirlitsins, Seðlabankans, Byggðastofnunar, Fjármálaeftirlitsins, Íbúðalánasjóðs og Nýsköpunarsjóðs. Sérstaklega er kveðið á um að fyrir dagvinnu eigi enginn nema forseti Íslands að hafa hærri laun en forsætisráðherra, sem nú hefur 935 þúsund króna mánaðarlaun. Að sögn meirihluta efnahags- og skattanefndar Alþingis er meginmarkmiðið að lækka launakostnað ríkisins. Um skammtímaráðstöfun í ljósi efnahagsástandsins sé að ræða. jÓHANNA sIGURÐARDÓTTIR Guðrún Zoëga segir málið enn í undirbúningi hjá kjararáði. Ekki sé enn fullkomlega ljóst hverjir heyri samkvæmt lagabreytingunni undir ákvarðanir ráðsins. „Sumt er náttúrlega tekið sérstaklega fram í lögunum en annað ekki. Við þurfum að fá nákvæmar upplýsingar um hverjir þetta eru og erum búin að óska eftir því frá fjármálaráðuneytinu,“ segir formaður kjararáðs. Dæmi um ríkisstarfsmann sem enn fær hærri laun en forsætisráðherra er seðlabankastjóri. Samkvæmt upplýsingum frá bankanum nema mánaðarlaun Más Guðmundssonar 1.575.000 krónum í samræmi við ákvörðun sem bankaráðið tók. Þetta eru tæplega sjötíu prósentum hærri laun en hjá forsætisráðherra. Már Guðmundsson Formaður kjararáðs bendir á að samkvæmt stjórnsýslulögum sé hluti af ferlinu fram undan að gefa þeim starfsmönnum sem breytingarnar taki til færi á að gefa umsögn um sín mál. Til þess fái þeir tvær vikur. Þessi vinna fari af stað á næstu dögum. Þar til niðurstaða kjararáðs liggur fyrir breytast laun umræddra starfsmanna ekki. „Þeir eru náttúrlega á sínum fyrri kjörum þar til ný ákvörðun verður tekin,“ segir Guðrún Zoëga. Hjá fjármálaráðuneytinu er nú unnið að því að taka saman gögnin fyrir kjararáð: „Það þarf að senda bréf til umræddra fyrirtækja og afla upplýsinga,“ útskýrir Elías Jón Guðjónsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra. Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
„Þetta tekur tíma og ég held að það verði ekkert að frétta í þessum mánuði,“ segir Guðrún Zoëga, formaður kjararáðs, um það hvenær vænta megi niðurstöðu ráðsins varðandi ný launakjör hjá æðstu stjórnendum hjá ríkinu og ríkisfyrirtækjum. Alþingi samþykkti í júlí breytingar á lögum um kjararáð sem fela í sér að mun fleiri en áður falli undir ákvarðanir ráðsins varðandi launakjör. Um er að ræða framkvæmdastjóra félaga í meirihlutaeigu ríkisins og framkvæmdastjóra félaga sem ríkisfélögin eiga meirihluta í. Þá á kjararáð að ákveða laun forstöðumanna Samkeppniseftirlitsins, Seðlabankans, Byggðastofnunar, Fjármálaeftirlitsins, Íbúðalánasjóðs og Nýsköpunarsjóðs. Sérstaklega er kveðið á um að fyrir dagvinnu eigi enginn nema forseti Íslands að hafa hærri laun en forsætisráðherra, sem nú hefur 935 þúsund króna mánaðarlaun. Að sögn meirihluta efnahags- og skattanefndar Alþingis er meginmarkmiðið að lækka launakostnað ríkisins. Um skammtímaráðstöfun í ljósi efnahagsástandsins sé að ræða. jÓHANNA sIGURÐARDÓTTIR Guðrún Zoëga segir málið enn í undirbúningi hjá kjararáði. Ekki sé enn fullkomlega ljóst hverjir heyri samkvæmt lagabreytingunni undir ákvarðanir ráðsins. „Sumt er náttúrlega tekið sérstaklega fram í lögunum en annað ekki. Við þurfum að fá nákvæmar upplýsingar um hverjir þetta eru og erum búin að óska eftir því frá fjármálaráðuneytinu,“ segir formaður kjararáðs. Dæmi um ríkisstarfsmann sem enn fær hærri laun en forsætisráðherra er seðlabankastjóri. Samkvæmt upplýsingum frá bankanum nema mánaðarlaun Más Guðmundssonar 1.575.000 krónum í samræmi við ákvörðun sem bankaráðið tók. Þetta eru tæplega sjötíu prósentum hærri laun en hjá forsætisráðherra. Már Guðmundsson Formaður kjararáðs bendir á að samkvæmt stjórnsýslulögum sé hluti af ferlinu fram undan að gefa þeim starfsmönnum sem breytingarnar taki til færi á að gefa umsögn um sín mál. Til þess fái þeir tvær vikur. Þessi vinna fari af stað á næstu dögum. Þar til niðurstaða kjararáðs liggur fyrir breytast laun umræddra starfsmanna ekki. „Þeir eru náttúrlega á sínum fyrri kjörum þar til ný ákvörðun verður tekin,“ segir Guðrún Zoëga. Hjá fjármálaráðuneytinu er nú unnið að því að taka saman gögnin fyrir kjararáð: „Það þarf að senda bréf til umræddra fyrirtækja og afla upplýsinga,“ útskýrir Elías Jón Guðjónsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra.
Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira