Ríkisforstjórar enn á hærri launum en forsætisráðherra 15. september 2009 05:30 Breytingum á lögum um kjararáð sem gerðar voru á Alþingi í júli er ætlað að sjá til þess að enginn hjá ríkinu nema forsetinn fái hærri laun en forsætisráðherra.FréttablaÐIÐ/aNTON „Þetta tekur tíma og ég held að það verði ekkert að frétta í þessum mánuði,“ segir Guðrún Zoëga, formaður kjararáðs, um það hvenær vænta megi niðurstöðu ráðsins varðandi ný launakjör hjá æðstu stjórnendum hjá ríkinu og ríkisfyrirtækjum. Alþingi samþykkti í júlí breytingar á lögum um kjararáð sem fela í sér að mun fleiri en áður falli undir ákvarðanir ráðsins varðandi launakjör. Um er að ræða framkvæmdastjóra félaga í meirihlutaeigu ríkisins og framkvæmdastjóra félaga sem ríkisfélögin eiga meirihluta í. Þá á kjararáð að ákveða laun forstöðumanna Samkeppniseftirlitsins, Seðlabankans, Byggðastofnunar, Fjármálaeftirlitsins, Íbúðalánasjóðs og Nýsköpunarsjóðs. Sérstaklega er kveðið á um að fyrir dagvinnu eigi enginn nema forseti Íslands að hafa hærri laun en forsætisráðherra, sem nú hefur 935 þúsund króna mánaðarlaun. Að sögn meirihluta efnahags- og skattanefndar Alþingis er meginmarkmiðið að lækka launakostnað ríkisins. Um skammtímaráðstöfun í ljósi efnahagsástandsins sé að ræða. jÓHANNA sIGURÐARDÓTTIR Guðrún Zoëga segir málið enn í undirbúningi hjá kjararáði. Ekki sé enn fullkomlega ljóst hverjir heyri samkvæmt lagabreytingunni undir ákvarðanir ráðsins. „Sumt er náttúrlega tekið sérstaklega fram í lögunum en annað ekki. Við þurfum að fá nákvæmar upplýsingar um hverjir þetta eru og erum búin að óska eftir því frá fjármálaráðuneytinu,“ segir formaður kjararáðs. Dæmi um ríkisstarfsmann sem enn fær hærri laun en forsætisráðherra er seðlabankastjóri. Samkvæmt upplýsingum frá bankanum nema mánaðarlaun Más Guðmundssonar 1.575.000 krónum í samræmi við ákvörðun sem bankaráðið tók. Þetta eru tæplega sjötíu prósentum hærri laun en hjá forsætisráðherra. Már Guðmundsson Formaður kjararáðs bendir á að samkvæmt stjórnsýslulögum sé hluti af ferlinu fram undan að gefa þeim starfsmönnum sem breytingarnar taki til færi á að gefa umsögn um sín mál. Til þess fái þeir tvær vikur. Þessi vinna fari af stað á næstu dögum. Þar til niðurstaða kjararáðs liggur fyrir breytast laun umræddra starfsmanna ekki. „Þeir eru náttúrlega á sínum fyrri kjörum þar til ný ákvörðun verður tekin,“ segir Guðrún Zoëga. Hjá fjármálaráðuneytinu er nú unnið að því að taka saman gögnin fyrir kjararáð: „Það þarf að senda bréf til umræddra fyrirtækja og afla upplýsinga,“ útskýrir Elías Jón Guðjónsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra. Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Sjá meira
„Þetta tekur tíma og ég held að það verði ekkert að frétta í þessum mánuði,“ segir Guðrún Zoëga, formaður kjararáðs, um það hvenær vænta megi niðurstöðu ráðsins varðandi ný launakjör hjá æðstu stjórnendum hjá ríkinu og ríkisfyrirtækjum. Alþingi samþykkti í júlí breytingar á lögum um kjararáð sem fela í sér að mun fleiri en áður falli undir ákvarðanir ráðsins varðandi launakjör. Um er að ræða framkvæmdastjóra félaga í meirihlutaeigu ríkisins og framkvæmdastjóra félaga sem ríkisfélögin eiga meirihluta í. Þá á kjararáð að ákveða laun forstöðumanna Samkeppniseftirlitsins, Seðlabankans, Byggðastofnunar, Fjármálaeftirlitsins, Íbúðalánasjóðs og Nýsköpunarsjóðs. Sérstaklega er kveðið á um að fyrir dagvinnu eigi enginn nema forseti Íslands að hafa hærri laun en forsætisráðherra, sem nú hefur 935 þúsund króna mánaðarlaun. Að sögn meirihluta efnahags- og skattanefndar Alþingis er meginmarkmiðið að lækka launakostnað ríkisins. Um skammtímaráðstöfun í ljósi efnahagsástandsins sé að ræða. jÓHANNA sIGURÐARDÓTTIR Guðrún Zoëga segir málið enn í undirbúningi hjá kjararáði. Ekki sé enn fullkomlega ljóst hverjir heyri samkvæmt lagabreytingunni undir ákvarðanir ráðsins. „Sumt er náttúrlega tekið sérstaklega fram í lögunum en annað ekki. Við þurfum að fá nákvæmar upplýsingar um hverjir þetta eru og erum búin að óska eftir því frá fjármálaráðuneytinu,“ segir formaður kjararáðs. Dæmi um ríkisstarfsmann sem enn fær hærri laun en forsætisráðherra er seðlabankastjóri. Samkvæmt upplýsingum frá bankanum nema mánaðarlaun Más Guðmundssonar 1.575.000 krónum í samræmi við ákvörðun sem bankaráðið tók. Þetta eru tæplega sjötíu prósentum hærri laun en hjá forsætisráðherra. Már Guðmundsson Formaður kjararáðs bendir á að samkvæmt stjórnsýslulögum sé hluti af ferlinu fram undan að gefa þeim starfsmönnum sem breytingarnar taki til færi á að gefa umsögn um sín mál. Til þess fái þeir tvær vikur. Þessi vinna fari af stað á næstu dögum. Þar til niðurstaða kjararáðs liggur fyrir breytast laun umræddra starfsmanna ekki. „Þeir eru náttúrlega á sínum fyrri kjörum þar til ný ákvörðun verður tekin,“ segir Guðrún Zoëga. Hjá fjármálaráðuneytinu er nú unnið að því að taka saman gögnin fyrir kjararáð: „Það þarf að senda bréf til umræddra fyrirtækja og afla upplýsinga,“ útskýrir Elías Jón Guðjónsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra.
Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Sjá meira