Viðskipti innlent

Yfirlýsing frá Gaumi ehf

Jón Ásgeir Jóhannesson
Jón Ásgeir Jóhannesson
Í tilefni frétta af fjárkröfu skiptastjóra þb. Baugs Group hf. á hendur Fjárfestingarfélaginu Gaumi ehf. og fleiri aðilum vegna kaupa 1998 ehf. á 95,7% af heildarhlutafé Haga hf. hefur Fjárfestingarfélagið Gaumur ehf. sent yfirlýsingu þar sem Gaumur vill koma eftirfarandi á framfæri:

„Fyrir Haga hf. var greitt hámarksverð á sínum tíma, enda snýr krafa skiptastjóra ekki að kaupunum sem slíkum. Samkvæmt því er ekki ágreiningur um eignarhald 1998 ehf. á Högum hf. Salan og ráðstöfun söluverðsins var gerð að kröfu helstu kröfuhafa Baugs Group hf. og veðhöfum Haga hf. á sínum tíma.

Salan var gerð með það að leiðarljósi að hámarka verð fyrir hlutaféð, skapa Baugi Group hf. svigrúm hjá viðskiptabönkum sínum og var í samræmi við stefnu stjórnar félagsins að vera ekki með neina starfsemi á Íslandi. Ágreiningur Fjárfestingarfélagsins Gaums ehf. og þrotabúsins mun engin áhrif hafa á starfsemi Haga hf., og snýr heldur ekki að eignarhaldi 1998 ehf. á Högum hf."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×