Innlent

Tjá sig ekki um hugmyndir um skattahækkanir á álfyrirtæki

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Erna Indriðadóttir er framkvæmdastjóri samfélags- og upplýsingamála Alcoa Íslandi sem rekur álverið á Reyðarfirði.
Erna Indriðadóttir er framkvæmdastjóri samfélags- og upplýsingamála Alcoa Íslandi sem rekur álverið á Reyðarfirði.
„Við tjáum okkur ekki um þetta mál nema við fáum um það formlegt erindi frá stjórnvöldum," segir Erna Indriðadóttir, framkvæmdastjóri samfélags- og upplýsingamála Alcoa Íslandi sem rekur álverið á Reyðarfirði, aðspurð um yfirlýsingar varaformanns fjárlaganefndar Alþingis sem vill að hærri skattur verði lagður á álfyrirtæki.

Björn Valur Gíslason, þingmaður VG og varaformaður fjárlaganefndar, vill að rætt verði við álfyrirtæki og fleiri stórfyrirtæki um að þau komi að lausn á fjárhagsvanda þjóðarinnar. Í fréttum Ríkissjónvarpsins í gær sagðist þingmaðurinn vilja að hærri tekjuskattur yrði lagður á þessi tilteknu fyrirtæki.

Erna bendir á að álver Alcoa sé einhver stærsta erlenda fjárfesting sem ráðist hefur verið í hér á landi. Til grundvallar þeirri ákvörðun liggi fjárfestingarsamningur við stjórnvöld og Alcoa hafi staðið við sinn hlut af honum. Þar sé meðal annars kveðið á um skattamál fyrirtækisins. Að öðru leyti vildi Erna ekki tjá sig um orð þingmannsins.




Tengdar fréttir

Hærri skattur á álfyrirtæki

Björn Valur Gíslason, varaformaður fjárlaganefndar, vill að rætt verði við álfyrirtækin og fleiri stórfyrirtæki um að þau komi að lausn á fjárhagsvanda þjóðarinnar. Hann nefnir sérstaklega hækkun á tekjuskatti þessara fyrirtækja. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×