Endurskoðun lyfjakostnaðar skilar 1,8 milljarða lækkun 2. september 2009 10:45 Lyfjagreiðslunefnd áætlar að endurskoðun á lyfseðilsskyldum lyfjum geti skilað um 1,8 milljarða kr. lækkun á þeim fyrir þjóðarbúið í ár og á næsta ári. Gera má ráð fyrir að kostnaðarlækkun apótekslyfja vegna endurskoðunar geti numið 355 milljónir kr. á þessu ári og 410 milljónir kr. á árinu 2010. Ætla má að sparnaður Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) geti numið 266 milljónum kr. og sparnaður sjúklinga geti numið 90 milljónum kr. fyrir árið 2009. Fyrir 2010 er sparnaður SÍ líklega 307 milljónir kr. og sjúklinga 103 milljónir kr. Þessar tölur eru á smásöluverði með vsk. Lyfjagreiðslunefnd hefur lokið við heildarverðendurskoðun á lyfseðilskyldum lyfjum sem byggir á meðalverði í fjórum viðmiðunarlöndunum þ.e. Danmörk, Finnland, Noregur og Svíþjóð. Í tilkynningu frá nefndinni segir að verðbreytingar í kjölfar verðendurskoðunar tóku gildi 1. júní, 1. júlí og 1. september s.l.. Varðandi sjúkrahúslyfin er erfiðar að spá fyrir um raunverulegan sparnað vegna mögulegra útboða. Hins vegar er ljóst að hann er verulegur eða allt að 143 milljónir kr. á árinu 2009 og líklega svipaður á árinu 2010. Þessar tölur eru reiknaðar á heildsöluverði með vsk. Vegna aðstæðna í samfélaginu er mikilvægt að leitað sé allra leiða til að ná fram hagræðingu og sparnaði öllum til heilla. Lyfjagreiðslunefnd vill þakka gott samstarf við lyfjafyrirtækin í landinu til að ná fram þessum sparnaði bæði fyrir ríki og sjúklinga. Lyfjagreiðslunefnd hefur ákveðið að næsta heildarverðendurskoðun hjá nefndinni fari fram í upphafi árs 2011. Til grundvallar þeirri heildarverðendurskoðun liggja þá sölutölur fyrir árið 2010 og á verði í desember 2010. Áður en til heildarverðendurskoðunar kemur geta hagsmunaaðilar komið að athugasemdum um fyrirhugaða framkvæmd hennar telji þeir það nauðsynlegt. Mest lesið Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Sjá meira
Lyfjagreiðslunefnd áætlar að endurskoðun á lyfseðilsskyldum lyfjum geti skilað um 1,8 milljarða kr. lækkun á þeim fyrir þjóðarbúið í ár og á næsta ári. Gera má ráð fyrir að kostnaðarlækkun apótekslyfja vegna endurskoðunar geti numið 355 milljónir kr. á þessu ári og 410 milljónir kr. á árinu 2010. Ætla má að sparnaður Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) geti numið 266 milljónum kr. og sparnaður sjúklinga geti numið 90 milljónum kr. fyrir árið 2009. Fyrir 2010 er sparnaður SÍ líklega 307 milljónir kr. og sjúklinga 103 milljónir kr. Þessar tölur eru á smásöluverði með vsk. Lyfjagreiðslunefnd hefur lokið við heildarverðendurskoðun á lyfseðilskyldum lyfjum sem byggir á meðalverði í fjórum viðmiðunarlöndunum þ.e. Danmörk, Finnland, Noregur og Svíþjóð. Í tilkynningu frá nefndinni segir að verðbreytingar í kjölfar verðendurskoðunar tóku gildi 1. júní, 1. júlí og 1. september s.l.. Varðandi sjúkrahúslyfin er erfiðar að spá fyrir um raunverulegan sparnað vegna mögulegra útboða. Hins vegar er ljóst að hann er verulegur eða allt að 143 milljónir kr. á árinu 2009 og líklega svipaður á árinu 2010. Þessar tölur eru reiknaðar á heildsöluverði með vsk. Vegna aðstæðna í samfélaginu er mikilvægt að leitað sé allra leiða til að ná fram hagræðingu og sparnaði öllum til heilla. Lyfjagreiðslunefnd vill þakka gott samstarf við lyfjafyrirtækin í landinu til að ná fram þessum sparnaði bæði fyrir ríki og sjúklinga. Lyfjagreiðslunefnd hefur ákveðið að næsta heildarverðendurskoðun hjá nefndinni fari fram í upphafi árs 2011. Til grundvallar þeirri heildarverðendurskoðun liggja þá sölutölur fyrir árið 2010 og á verði í desember 2010. Áður en til heildarverðendurskoðunar kemur geta hagsmunaaðilar komið að athugasemdum um fyrirhugaða framkvæmd hennar telji þeir það nauðsynlegt.
Mest lesið Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Sjá meira