Fjórum félögum gert að greiða sekt til FME vegna lagabrota 5. ágúst 2009 16:11 Gunnar Þ. Andersen, forstjóri FME. Fjármálaeftirlitið birti í dag fimm sáttagerðir sem náðst höfðu við nokkur fyrirtæki vegna brota á lögum um verðbréfaviðskipti. Fjögur mál vörðuðu brot á 128. grein laga þar sem dráttur varð á upplýsingagjöf vegna innherja. Eitt brot varðaði við 122. grein sömu laga. Sparisjóður Mýrasýslu þurfti að greiða þrjár milljónir króna í sekt. Félögin sem gerðust brotleg við 128. grein laga um verðbréfaviðskipti eru Alfesca, HB Grandi, Century Aluminium og Sparisjóður Mýrarsýslu. Í umræddri lagagrein er kveðið á um skyldu útgefenda verðbréfa, til að senda Fjármálaeftirlitinu, í því formi sem eftirlitið ákveður, upplýsingar um fruminnherja, tímabundna innherja og aðila fjárhagslega tengda innherjum. Alfesca hf. gekkst með sáttinni við því að hafa, sem útgefandi skráðra hlutabréfa, brotið gegn 128. gr., með því að hafa skilað lista yfir fruminnherja og aðila fjárhagslega tengda fruminnherjum þremur og hálfum mánuði of seint til Fjármálaeftirlitsins. Var það mat Fjármálaeftirlitsins að fjárhæð sáttarinnar væri hæfileg en hún nemur 700 þúsund krónum. HB Grandi hf. gekkst með sátt við áþekku broti, með því að hafa skilað lista yfir aðila fjárhagslega tengda fruminnherjum tæpum fjórum mánuðum of seint til Fjármálaeftirlitsins. Það var mat FME að fjárhæð sáttarinnar væri hæfilega ákveðin kr. 500 þúsund krónur. Century Aluminium Company. gekkst við því að hafa brotið gegn 128. grein VVL með því að hafa skilað lista yfir aðila fjárhagslega tengda fruminnherjum tæpum fjórum mánuðum of seint til Fjármálaeftirlitsins. Fjárhæð sáttarinnar væri hæfilega ákveðin kr. 700 þúsund krónur. Þá gekkst Sparisjóður Mýrasýslu við því að hafa brotið annars vegar gegn 128. gr. vvl., með að hafa ekki skilað lista yfir tímabundna innherja til Fjármálaeftirlitsins sumarið 2008, þó að aðilar sem ekki voru á lista yfir fruminnherja hafi á þeim tíma haft aðgang að innherjaupplýsingum. Sjóðurinn gekkst einnig við því að hafa brotið gegn 122. grein sömu laga með því að hafa hvorki birt upplýsingar um slæma stöðu sjóðsins sumarið 2008 þegar í stað, né uppfyllt skilyrði um frestun slíkra upplýsinga. Fyrir fyrra brotið var sjóðnum gert að greiða eina milljón króna en tvær fyrir hið síðarnefnda. Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Fjármálaeftirlitið birti í dag fimm sáttagerðir sem náðst höfðu við nokkur fyrirtæki vegna brota á lögum um verðbréfaviðskipti. Fjögur mál vörðuðu brot á 128. grein laga þar sem dráttur varð á upplýsingagjöf vegna innherja. Eitt brot varðaði við 122. grein sömu laga. Sparisjóður Mýrasýslu þurfti að greiða þrjár milljónir króna í sekt. Félögin sem gerðust brotleg við 128. grein laga um verðbréfaviðskipti eru Alfesca, HB Grandi, Century Aluminium og Sparisjóður Mýrarsýslu. Í umræddri lagagrein er kveðið á um skyldu útgefenda verðbréfa, til að senda Fjármálaeftirlitinu, í því formi sem eftirlitið ákveður, upplýsingar um fruminnherja, tímabundna innherja og aðila fjárhagslega tengda innherjum. Alfesca hf. gekkst með sáttinni við því að hafa, sem útgefandi skráðra hlutabréfa, brotið gegn 128. gr., með því að hafa skilað lista yfir fruminnherja og aðila fjárhagslega tengda fruminnherjum þremur og hálfum mánuði of seint til Fjármálaeftirlitsins. Var það mat Fjármálaeftirlitsins að fjárhæð sáttarinnar væri hæfileg en hún nemur 700 þúsund krónum. HB Grandi hf. gekkst með sátt við áþekku broti, með því að hafa skilað lista yfir aðila fjárhagslega tengda fruminnherjum tæpum fjórum mánuðum of seint til Fjármálaeftirlitsins. Það var mat FME að fjárhæð sáttarinnar væri hæfilega ákveðin kr. 500 þúsund krónur. Century Aluminium Company. gekkst við því að hafa brotið gegn 128. grein VVL með því að hafa skilað lista yfir aðila fjárhagslega tengda fruminnherjum tæpum fjórum mánuðum of seint til Fjármálaeftirlitsins. Fjárhæð sáttarinnar væri hæfilega ákveðin kr. 700 þúsund krónur. Þá gekkst Sparisjóður Mýrasýslu við því að hafa brotið annars vegar gegn 128. gr. vvl., með að hafa ekki skilað lista yfir tímabundna innherja til Fjármálaeftirlitsins sumarið 2008, þó að aðilar sem ekki voru á lista yfir fruminnherja hafi á þeim tíma haft aðgang að innherjaupplýsingum. Sjóðurinn gekkst einnig við því að hafa brotið gegn 122. grein sömu laga með því að hafa hvorki birt upplýsingar um slæma stöðu sjóðsins sumarið 2008 þegar í stað, né uppfyllt skilyrði um frestun slíkra upplýsinga. Fyrir fyrra brotið var sjóðnum gert að greiða eina milljón króna en tvær fyrir hið síðarnefnda.
Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira