Viðskipti innlent

Greiðslustöðvun Landsbankans framlengd til nóvember

Lárus Finnbogason, formaður skilanefndar, segir að með greiðslustöðvun skapist svigrúm til að ná fram því markmiði að hámarka verðmæti eigna bankans.
Lárus Finnbogason, formaður skilanefndar, segir að með greiðslustöðvun skapist svigrúm til að ná fram því markmiði að hámarka verðmæti eigna bankans.
Héraðsdómur Reykjavíkur samþykkti í dag beiðni skilanefndar Landsbanka Íslands hf. um níu mánaða framlengingu á greiðslustöðvun bankans, eða til 26. nóvember 2009. Beiðni um framlengingu var ekki mótmælt af hálfu kröfuhafa við fyrirtöku málsins.

„Skilanefndin er mjög ánægð með þessa niðurstöðu en með því að Héraðsdómur Reykjavíkur hefur samþykkt framlengingu greiðslustöðvunarinnar, skapar það Landsbanka Íslands hf. svigrúm og traustan grundvöll til að ná fram því markmiði að hámarka verðmæti eigna bankans til hagsbóta fyrir kröfuhafa hans. Skilanefndin mun hafa náið samstarf við kröfuhafa um framvindu mála," segir Lárus Finnbogason, formaður skilanefndar bankans, í tilkynningu til fjölmiðla.

Í tilkynningunni er þess getið að áframhaldandi greiðslustöðvun Landsbanka Íslands hf. hafi engin áhrif á starfsemi NBI hf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×