Viðskipti innlent

Gengisvísitalan komin á sama stig og fyrir bankahrunið

Gengisvísitala krónunnar fór niður fyrir 190 stig í dag og er því komin á sama stig og hún var fyrir hrun bankanna í október s.l..

Vísitalan var í rúmum 200 stigum skömmu fyrir síðustu mánaðarmót en gengið hefur stöðugt verið að styrkjast síðan. Nú kostar dollarinn 112 kr., pundið kostar 161 kr., evran er í 143 kr. og danska kr. er í rúmum 19 kr..

Þess ber að geta að styrking krónunnar er nær eingöngu vegna inngripa Seðlabankans á gjaldeyrismarkaði. Þau inngrip hafa verið mild enda þarf ekki mikið til svo að gengið styrkist vegna þeirra gjaldeyrishafta sem í gangi eru.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×