Jón Ásgeir: Pungspark frá Landsbankanum 4. febrúar 2009 10:13 Jón Ásgeir Jóhannesson, starfandi stjórnarformaður Baugs. „Þetta var eina leiðin fyrir okkur til að verja hagsmuni fyrirtækja okkar og annarra lánadrottna. Landsbankinn gaf okkur ekki annan kost," segir Jón Ásgeir Jóhannesson, starfandi stjórnarformaður Baugs, um ástæður þess að félagið hefur farið fram á greiðslustöðvun. „Þetta er pungspark frá Landsbankanum sem hefur það í för með sér að Bretar munu eignast nokkur af bestu fyrirtækjum í eigu Íslendinga á spottprís. Á meðan við ætlum að borga Icesave upp í topp þá gefum við á sama tíma Bretum fyrirtækin okkar. Ég er viss um að Philip Green dansar stríðsdans í stofunni heima hjá sér núna því hann á eftir að eignast stóran hluta af fyrirtækjum okkar nær ókeypis," segir Jón Ásgeir í samtali við Vísi. Aðspurður hvort hann viti hver ástæða Landsbankans fyrir þessum aðgerðum sé svarar hann: „Þú verður að spyrja skilanefnd Sjálfstæðisflokksins að því." Spurður nánar út í það segir Jón það varla tilviljun að þetta komi á sama tíma og Davíð Oddssyni sé sagt upp í Seðlabankanum. Hann segir að forstjórar fyrirtækja í eigu Baugs í Bretlandi hafi haft samband við sig furðu lostnir og spurt hvað væri eiginlega að gerast. Aðspurður um framtíð Baugs segir Jón Ásgeir að nú muni menn leita allra leiða til að bjarga því sem bjargað verður. „Það kemur síðan í ljós hvað verður í framhaldinu," segir Jón Ásgeir. Jón Ásgeir segir að þessi aðgerð muni ekki hafa nein áhrif á rekstur Haga eða 365 þar sem þau séu ekki í eigu Baugs heldur í eigu Gaums og fjölskyldu hans. Tengdar fréttir Einnig farið fram á greiðslustöðvun Baugs í Englandi Skilanefnd Landsbanka Íslands hf. lagði í gær fram beiðni um greiðslustöðvun BG Holding ehf. fyrir enskan dómstól. BG Holding ehf. er dótturfélag Baugs Group hf. og meginstarfsemi þess er tengd fjárfestingum Baugs Group hf. í Bretlandi. Meðal fjárfestinga BG Holding ehf. eru matvöruverslanirnar Iceland Foods, verslunarmiðstöðvar House of Fraser og leikfangaverslanir Hamleys. 4. febrúar 2009 10:29 Baugur óskar eftir greiðslustöðvun Baugur Group hf. og nokkur dótturfélög þess fóru fram á það við Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun að félögunum yrði veitt heimild til greiðslustöðvunar. 4. febrúar 2009 09:35 Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira
„Þetta var eina leiðin fyrir okkur til að verja hagsmuni fyrirtækja okkar og annarra lánadrottna. Landsbankinn gaf okkur ekki annan kost," segir Jón Ásgeir Jóhannesson, starfandi stjórnarformaður Baugs, um ástæður þess að félagið hefur farið fram á greiðslustöðvun. „Þetta er pungspark frá Landsbankanum sem hefur það í för með sér að Bretar munu eignast nokkur af bestu fyrirtækjum í eigu Íslendinga á spottprís. Á meðan við ætlum að borga Icesave upp í topp þá gefum við á sama tíma Bretum fyrirtækin okkar. Ég er viss um að Philip Green dansar stríðsdans í stofunni heima hjá sér núna því hann á eftir að eignast stóran hluta af fyrirtækjum okkar nær ókeypis," segir Jón Ásgeir í samtali við Vísi. Aðspurður hvort hann viti hver ástæða Landsbankans fyrir þessum aðgerðum sé svarar hann: „Þú verður að spyrja skilanefnd Sjálfstæðisflokksins að því." Spurður nánar út í það segir Jón það varla tilviljun að þetta komi á sama tíma og Davíð Oddssyni sé sagt upp í Seðlabankanum. Hann segir að forstjórar fyrirtækja í eigu Baugs í Bretlandi hafi haft samband við sig furðu lostnir og spurt hvað væri eiginlega að gerast. Aðspurður um framtíð Baugs segir Jón Ásgeir að nú muni menn leita allra leiða til að bjarga því sem bjargað verður. „Það kemur síðan í ljós hvað verður í framhaldinu," segir Jón Ásgeir. Jón Ásgeir segir að þessi aðgerð muni ekki hafa nein áhrif á rekstur Haga eða 365 þar sem þau séu ekki í eigu Baugs heldur í eigu Gaums og fjölskyldu hans.
Tengdar fréttir Einnig farið fram á greiðslustöðvun Baugs í Englandi Skilanefnd Landsbanka Íslands hf. lagði í gær fram beiðni um greiðslustöðvun BG Holding ehf. fyrir enskan dómstól. BG Holding ehf. er dótturfélag Baugs Group hf. og meginstarfsemi þess er tengd fjárfestingum Baugs Group hf. í Bretlandi. Meðal fjárfestinga BG Holding ehf. eru matvöruverslanirnar Iceland Foods, verslunarmiðstöðvar House of Fraser og leikfangaverslanir Hamleys. 4. febrúar 2009 10:29 Baugur óskar eftir greiðslustöðvun Baugur Group hf. og nokkur dótturfélög þess fóru fram á það við Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun að félögunum yrði veitt heimild til greiðslustöðvunar. 4. febrúar 2009 09:35 Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira
Einnig farið fram á greiðslustöðvun Baugs í Englandi Skilanefnd Landsbanka Íslands hf. lagði í gær fram beiðni um greiðslustöðvun BG Holding ehf. fyrir enskan dómstól. BG Holding ehf. er dótturfélag Baugs Group hf. og meginstarfsemi þess er tengd fjárfestingum Baugs Group hf. í Bretlandi. Meðal fjárfestinga BG Holding ehf. eru matvöruverslanirnar Iceland Foods, verslunarmiðstöðvar House of Fraser og leikfangaverslanir Hamleys. 4. febrúar 2009 10:29
Baugur óskar eftir greiðslustöðvun Baugur Group hf. og nokkur dótturfélög þess fóru fram á það við Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun að félögunum yrði veitt heimild til greiðslustöðvunar. 4. febrúar 2009 09:35