Jón Ásgeir: Pungspark frá Landsbankanum 4. febrúar 2009 10:13 Jón Ásgeir Jóhannesson, starfandi stjórnarformaður Baugs. „Þetta var eina leiðin fyrir okkur til að verja hagsmuni fyrirtækja okkar og annarra lánadrottna. Landsbankinn gaf okkur ekki annan kost," segir Jón Ásgeir Jóhannesson, starfandi stjórnarformaður Baugs, um ástæður þess að félagið hefur farið fram á greiðslustöðvun. „Þetta er pungspark frá Landsbankanum sem hefur það í för með sér að Bretar munu eignast nokkur af bestu fyrirtækjum í eigu Íslendinga á spottprís. Á meðan við ætlum að borga Icesave upp í topp þá gefum við á sama tíma Bretum fyrirtækin okkar. Ég er viss um að Philip Green dansar stríðsdans í stofunni heima hjá sér núna því hann á eftir að eignast stóran hluta af fyrirtækjum okkar nær ókeypis," segir Jón Ásgeir í samtali við Vísi. Aðspurður hvort hann viti hver ástæða Landsbankans fyrir þessum aðgerðum sé svarar hann: „Þú verður að spyrja skilanefnd Sjálfstæðisflokksins að því." Spurður nánar út í það segir Jón það varla tilviljun að þetta komi á sama tíma og Davíð Oddssyni sé sagt upp í Seðlabankanum. Hann segir að forstjórar fyrirtækja í eigu Baugs í Bretlandi hafi haft samband við sig furðu lostnir og spurt hvað væri eiginlega að gerast. Aðspurður um framtíð Baugs segir Jón Ásgeir að nú muni menn leita allra leiða til að bjarga því sem bjargað verður. „Það kemur síðan í ljós hvað verður í framhaldinu," segir Jón Ásgeir. Jón Ásgeir segir að þessi aðgerð muni ekki hafa nein áhrif á rekstur Haga eða 365 þar sem þau séu ekki í eigu Baugs heldur í eigu Gaums og fjölskyldu hans. Tengdar fréttir Einnig farið fram á greiðslustöðvun Baugs í Englandi Skilanefnd Landsbanka Íslands hf. lagði í gær fram beiðni um greiðslustöðvun BG Holding ehf. fyrir enskan dómstól. BG Holding ehf. er dótturfélag Baugs Group hf. og meginstarfsemi þess er tengd fjárfestingum Baugs Group hf. í Bretlandi. Meðal fjárfestinga BG Holding ehf. eru matvöruverslanirnar Iceland Foods, verslunarmiðstöðvar House of Fraser og leikfangaverslanir Hamleys. 4. febrúar 2009 10:29 Baugur óskar eftir greiðslustöðvun Baugur Group hf. og nokkur dótturfélög þess fóru fram á það við Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun að félögunum yrði veitt heimild til greiðslustöðvunar. 4. febrúar 2009 09:35 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
„Þetta var eina leiðin fyrir okkur til að verja hagsmuni fyrirtækja okkar og annarra lánadrottna. Landsbankinn gaf okkur ekki annan kost," segir Jón Ásgeir Jóhannesson, starfandi stjórnarformaður Baugs, um ástæður þess að félagið hefur farið fram á greiðslustöðvun. „Þetta er pungspark frá Landsbankanum sem hefur það í för með sér að Bretar munu eignast nokkur af bestu fyrirtækjum í eigu Íslendinga á spottprís. Á meðan við ætlum að borga Icesave upp í topp þá gefum við á sama tíma Bretum fyrirtækin okkar. Ég er viss um að Philip Green dansar stríðsdans í stofunni heima hjá sér núna því hann á eftir að eignast stóran hluta af fyrirtækjum okkar nær ókeypis," segir Jón Ásgeir í samtali við Vísi. Aðspurður hvort hann viti hver ástæða Landsbankans fyrir þessum aðgerðum sé svarar hann: „Þú verður að spyrja skilanefnd Sjálfstæðisflokksins að því." Spurður nánar út í það segir Jón það varla tilviljun að þetta komi á sama tíma og Davíð Oddssyni sé sagt upp í Seðlabankanum. Hann segir að forstjórar fyrirtækja í eigu Baugs í Bretlandi hafi haft samband við sig furðu lostnir og spurt hvað væri eiginlega að gerast. Aðspurður um framtíð Baugs segir Jón Ásgeir að nú muni menn leita allra leiða til að bjarga því sem bjargað verður. „Það kemur síðan í ljós hvað verður í framhaldinu," segir Jón Ásgeir. Jón Ásgeir segir að þessi aðgerð muni ekki hafa nein áhrif á rekstur Haga eða 365 þar sem þau séu ekki í eigu Baugs heldur í eigu Gaums og fjölskyldu hans.
Tengdar fréttir Einnig farið fram á greiðslustöðvun Baugs í Englandi Skilanefnd Landsbanka Íslands hf. lagði í gær fram beiðni um greiðslustöðvun BG Holding ehf. fyrir enskan dómstól. BG Holding ehf. er dótturfélag Baugs Group hf. og meginstarfsemi þess er tengd fjárfestingum Baugs Group hf. í Bretlandi. Meðal fjárfestinga BG Holding ehf. eru matvöruverslanirnar Iceland Foods, verslunarmiðstöðvar House of Fraser og leikfangaverslanir Hamleys. 4. febrúar 2009 10:29 Baugur óskar eftir greiðslustöðvun Baugur Group hf. og nokkur dótturfélög þess fóru fram á það við Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun að félögunum yrði veitt heimild til greiðslustöðvunar. 4. febrúar 2009 09:35 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Einnig farið fram á greiðslustöðvun Baugs í Englandi Skilanefnd Landsbanka Íslands hf. lagði í gær fram beiðni um greiðslustöðvun BG Holding ehf. fyrir enskan dómstól. BG Holding ehf. er dótturfélag Baugs Group hf. og meginstarfsemi þess er tengd fjárfestingum Baugs Group hf. í Bretlandi. Meðal fjárfestinga BG Holding ehf. eru matvöruverslanirnar Iceland Foods, verslunarmiðstöðvar House of Fraser og leikfangaverslanir Hamleys. 4. febrúar 2009 10:29
Baugur óskar eftir greiðslustöðvun Baugur Group hf. og nokkur dótturfélög þess fóru fram á það við Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun að félögunum yrði veitt heimild til greiðslustöðvunar. 4. febrúar 2009 09:35