Erlent

Bloomberg eys fé í kosningabaráttu sína

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Michael Bloomberg.
Michael Bloomberg.

Michael Bloomberg, borgarstjóri New York-borgar, hefur eytt meira fé úr eigin vasa í kosningabaráttu en nokkur bandarískur stjórnmálamaður í sögunni. Bloomberg hefur varið 85 milljónum dollara, jafnvirði rúmlega tíu milljarða króna, í auglýsingaherferð fyrir borgarstjórakosningarnar í New York 3. nóvember næstkomandi. Þar með mun hann hafa eytt samtals 250 milljónum dollara í auglýsingar fyrir þær þrennar kosningar sem hann hefur verið í framboði í. Bloomberg á digra sjóði til að fjármagna kosningabaráttuna en fjölmiðlaveldi hans, sem einnig ber nafn hans, er metið á 16 milljarða dollara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×