Viðskipti innlent

Tap Seðlabankans 8,6 milljarðar í fyrra

Samkvæmt nýbirtum ársreikningi Seðlabanka Íslands nam tap hans á síðasta ári 8,6 milljörðum kr. Ef tapið er skoðað án framlags ríkisins nemur það 52,6 milljörðum kr.

Bæði vaxtatekjur og gjöld meir en tvöfölduðust á síðasta ári m.v. árið á undan. Þannig fóru vaxtatekjurnar úr 31 milljarði kr. árið 2007 og í 83,8 milljarða kr. í fyrra. Vaxtagjöldin hækkuðu úr 25 milljörðum kr. og í 64 milljarða kr. milli áranna.

Samkvæmt ársreikningnum nema afskrifaðar veðlánakröfur 75 milljörðum kr. en þar er um skuldabréf gömlu bankanna að ræða. Sem kunnugt er af fréttum í vetur yfirtók ríkissjóður samtals 345 milljarða kr. af þessum bréfum frá Seðlabankanum.

Erlendar eignir Seðlabankans uxu úr 163,5 milljörðum kr. árið 2007 og í 429,5 milljarða kr. í fyrra. Skuldirnar uxu hinsvegar úr aðeins 1,7 milljarði kr. og í 242 milljarða kr. milli áranna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×