Viðskipti innlent

West Ham úr greipum Björgólfs

Björgólfur Guðmundsson
Björgólfur Guðmundsson

Knattspyrnufélagið West Ham, sem er í eigu Björgólfs Guðmundssonar, verður á næstu vikum tekið yfir af erlendum kröfuhöfum. Það er breska blaðið The Guardian sem greinir frá þessu í kvöld. Þar segir enn fremur að skilanefnd Straums muni taka við félaginu af Björgólfi í aðgerðum sínum til þess að endurheimta þá fjármuni sem töpuðust í bankahruninu.

Þá segir að Straumur hafi í síðasta mánuði komist í veruleg fjárhagsvandræði eftir að fjármálaeftirlitið í Bretlandi greip til aðgerða til þess að verja innistæður fjárfesta í Lundúnum. Sólarhring síðar hafi bankinn síðan verið tekinn yfir íslenskum stjórnvöldum.

Straumur hafi staðið straum af því fjármagni sem Björgólfur hafi reitt fram þegar hann keypti félagið árið 2006. En eftir bankahrunið á Íslandi og gríðarlegs taps Hansa, fjárfestingarfélags Björgólfs, hefur eignarhald hans á félaginu verið í lausu lofti.

Stuðningsmenn West Ham eru sagðir hafa miklar áhyggur af stöðu mála og talið er að Gianfranco Zola stjóri liðsins muni hafa litla peninga til leikmannakaupa í sumar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×