Buffett hraunar yfir bankamenn fyrir græðgi og heimsku 4. maí 2009 12:59 Warren Buffett stjórnarformaður Berkshire Hathaway notaði tækifærið á aðalfundi félagsins um helgina til þess að hrauna yfir bankamenn fyrir græðgi og heimsku sem leiddi til fjármálakreppunnar nú. Aðalfundir Berkshire hafa ætíð vakið mikla athygli og kallast raunar Woodstock fjármálaheimsins. Mætingin í ár sló öll met en 35.000 manns sóttu fundinn í Omaha Nebraska. Fundurinn nú var haldinn í skugga fyrstu niðursveiflu Berkshire í sögunni en félagið tapaði 35% af markaðsvirði sínu á síðasta ári. Það var þó augljóst að fundarmenn hafa enn trú á „spámanninum frá Omaha". Í umfjöllun Bloomberg og fleiri fjölmiðla segir að hörð gagnrýni kom fram í máli Buffett er hann ræddi um aðdraganda kreppunnar og ástæðurnar fyrir henni. Hann sagði m.a. að svo virtist sem bankamenn, tryggingarfélög og eftirlitsstofnanir hafi verið gersamlega blinduð gagnvart þeim möguleika að verð á íbúðahúsnæði gæti lækkað. Vanhæfni þeirra til að sjá þetta fyrir hafi skapað verstu kreppu í meira en hálfa öld. Buffett segir að Wall Street hafi selt undirmálslána úrganginn og síðan skellt skuldinni á fjölmiðla og eftirlitsaðila fyrir að sjá ekki áhættuna fyrirfram. „Ég held að allir sem tengdust fjármálaheiminum hafi komið að málinu," segir Buffett. „Sumt af þessu var græðgi, sumt var heimska og sumt var fólk sem sagði að aðrir hefðu gert þetta." Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Warren Buffett stjórnarformaður Berkshire Hathaway notaði tækifærið á aðalfundi félagsins um helgina til þess að hrauna yfir bankamenn fyrir græðgi og heimsku sem leiddi til fjármálakreppunnar nú. Aðalfundir Berkshire hafa ætíð vakið mikla athygli og kallast raunar Woodstock fjármálaheimsins. Mætingin í ár sló öll met en 35.000 manns sóttu fundinn í Omaha Nebraska. Fundurinn nú var haldinn í skugga fyrstu niðursveiflu Berkshire í sögunni en félagið tapaði 35% af markaðsvirði sínu á síðasta ári. Það var þó augljóst að fundarmenn hafa enn trú á „spámanninum frá Omaha". Í umfjöllun Bloomberg og fleiri fjölmiðla segir að hörð gagnrýni kom fram í máli Buffett er hann ræddi um aðdraganda kreppunnar og ástæðurnar fyrir henni. Hann sagði m.a. að svo virtist sem bankamenn, tryggingarfélög og eftirlitsstofnanir hafi verið gersamlega blinduð gagnvart þeim möguleika að verð á íbúðahúsnæði gæti lækkað. Vanhæfni þeirra til að sjá þetta fyrir hafi skapað verstu kreppu í meira en hálfa öld. Buffett segir að Wall Street hafi selt undirmálslána úrganginn og síðan skellt skuldinni á fjölmiðla og eftirlitsaðila fyrir að sjá ekki áhættuna fyrirfram. „Ég held að allir sem tengdust fjármálaheiminum hafi komið að málinu," segir Buffett. „Sumt af þessu var græðgi, sumt var heimska og sumt var fólk sem sagði að aðrir hefðu gert þetta."
Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent