Innlent

Gunnar í Krossinum kaupir skemmtibát á milljónir króna

Örkin hans Gunnars. Skemmtibáturinn sem Gunnar keypti er glæsilegur og hentar vel til sjóstangveiða.
Örkin hans Gunnars. Skemmtibáturinn sem Gunnar keypti er glæsilegur og hentar vel til sjóstangveiða.

Gunnar Þorsteinsson, oft kenndur við trúfélagið Krossinn, festi nýverið kaup á forláta skemmtibát í félagi með nokkrum vinum sínum. Gunnar segir að bátinn eigi að nota til skemmtisiglinga og sjóstangveiða en Gunnar hefur átt nokkra báta í gegnum tíðina.

Kaupverðið er einkamál en samkvæmt heimildum fréttastofu var ásett verð 14 milljónir. Seljandi var starfsmannafélag Samskip.

Gunnar og félagar hans eiga enn eftir að velja nafn á bátinn en það mun að öllum líkindum verða úr biblíunni.

„Það eru tvö nöfn sem koma til greina. En strákarnir ætla að leyfa mér að ráða þessu," segir Gunnar Þorsteinsson í Krossinum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×