Innlent

Grásleppuafli minni en í fyrra

Myndin tengist ekki þessari frétt.
Myndin tengist ekki þessari frétt.

Grásleppuaflinn, það sem af er vertíðinni, er allt að fjórðungi minni en á sama tíma í fyrra þrátt fyrir að fleiri bátar stundi veiðarnar nú en í fyrra. Aðalástæðurnar eru ógæftir fyrir norðan, stórviðri sem eyðilagði net um það bil 80 báta á norðursvæðinu og treg veiði vestur af landinu. Það var því kærkomið þegar sjávarútvegsráðherra lengdi veiðitímann nýverið um eina viku, því gott verð er nú greitt fyrir grásleppuhrogn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×