Innlent

Hert á höftum verði gjaldeyrisforðinn ekki aukinn

Ingimar Karl Helgason skrifar

Seðlabankinn kynni að þurfa að herða á gjaldeyrishöftum, verði ekki unnt að auka gjaldeyrisforðann, vegna Icesave málsins, segir hagfræðiprófessor.

Seðlabankinn tilkynnti um óbreytta stýrivexti, tólf prósent, í morgun. Gengi krónunnar er lágt, evran kostar um 180 krónur. Seðlabankinn segir að gengið hafi haldist stöðugt undanfarið, en sé samt mun lægra en telja megi viðunandi.

Sterk gjaldeyrishöft eru í gildi. Seðlabankinn vill byrja að afllétta þeim í nóvember. Til þess þarf hann hins vegar erlend lán. Þau hanga saman við samþykkt Alþingis á Icesave ríkisábyrgðinni.

Svein Harald Oygaard, sagði að í öllum meginatriðum hefðu Íslendingar uppfyllt skilyrði efnahagsáætlunar stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins; nema hvað varðar Icesave og tafir séu slæmar.

Þá kom fram hjá Arnóri Sighvatssyni, aðstoðarseðlabankastjóra, að aukist ekki gjaldeyrisforðinn, kynni það að hafa áhrif á lánshæfismat landsins.

Þórólfur Matthíasson, prófessor við Háskóla Íslands, telur ekki ólíklegt að hert verði á gjaldeyrishöftum, verði gjaldeyrisforðinn ekki aukinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×