NBA í nótt: Ótrúleg sigurkarfa Anthony Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. maí 2009 11:20 Carmelo Anthony skorar sigurkörfuna í leiknum. Smelltu á myndina til að sjá hana stærri. Nordic Photos / Getty Images Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Denver og Cleveland komust í 3-0 forystu í sínum einvígum. Denver vann Dallas, 106-105, á útivelli þar sem Carmelo Anthony skoraði sigurkörfuna á lokasekúndu leiksins. Anthony setti niður glæsilegan en afar umdeildan þrist. Antoine Wright, leikmaður Dallas, reyndi í tvígang að brjóta á Anthony áður en hann tók skotið. Ekkert var hins vegar dæmt og náði Anthony að koma sér í stöðu og setja niður þristinn. Leikmenn Dallas voru gríðarlega ósáttir við þessi málalok og eigandi liðsins, Mark Cuban, gekk hreinlega af göflunum. Tveimur tímum eftir að leiknum lauk kom í ljós að þeir höfðu eitthvað til síns máls. Joel Litvin, forseti NBA-deildarinnar, gaf frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði dómarana hafa gert mistök með því að dæma ekki villu á Wright. Karfan hefði því ekki að fá að standa. „Ég hef sett niður mörg mikilvæg skot á mínum ferli en ekkert í líkingu við þetta. Það mátti litlu muna að staðan væri 2-1 í einvíginu en ekki 3-0," sagði Anthony. „Þetta er eitt erfiðasta tap sem ég hef þurft að upplifa í ellefu ár," sagði Dirk Nowitzky, leikmaður Dallas. „Þetta var leikur sem við urðum að vinna." Anthony skoraði 31 stig fyrir Denver en Chauncey Billups var stigahæstur með 32. Hjá Dallas var Nowtzky stigahæstur með 33 stig og tók þar að auki sextán fráköst. Jason Terry skoraði sautján stig. Cleveland vann Atlanta, 97-82, þar sem LeBron James fór á kostum og skoraði 47 stig. Þetta var hans besta frammistaða í úrslitakeppninni í ár til þessa og hefur Cleveland ekki enn tapað leik síðan að deildakeppninni lauk. James mun vera fyrsti leikmaðurinn í sögunni sem skorar svo mörg stig, tekur svo mörg fráköst (12) og gefur svo margar stoðsendingar (8) í leik í úrslitakeppninni. Cleveland hefur unnið alla sjö leiki sína í úrslitakeppninni með minnst tíu stiga mun. Það er met en gamla metið átti Indiana sem liðið setti fyrir fimm árum síðan. Cleveland hafði reyndar unnið síðustu þrjá leiki sína með minnst 20 stigum en Atlanta náði þó að koma í veg fyrir þann fjórða. Munurinn var ekki nema eitt stig í hálfleik, 47-46, Cleveland í vil. En LeBron og félagar komust á 13-0 sprett í þriðja leikhluta og tryggði sér þar með sigurinn. Zaza Pachulia, leikmaður Atlanta, var rekinn af velli fyrir að mótmæla dómgæslunni. Zydrunas Ilgauskas skoraði fjórtán stig fyrir Cleveland og Delonte West tólf. Joe Johnson skoraði 21 stig fyrir Atlanta og Josh Smith átján. NBA Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira
Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Denver og Cleveland komust í 3-0 forystu í sínum einvígum. Denver vann Dallas, 106-105, á útivelli þar sem Carmelo Anthony skoraði sigurkörfuna á lokasekúndu leiksins. Anthony setti niður glæsilegan en afar umdeildan þrist. Antoine Wright, leikmaður Dallas, reyndi í tvígang að brjóta á Anthony áður en hann tók skotið. Ekkert var hins vegar dæmt og náði Anthony að koma sér í stöðu og setja niður þristinn. Leikmenn Dallas voru gríðarlega ósáttir við þessi málalok og eigandi liðsins, Mark Cuban, gekk hreinlega af göflunum. Tveimur tímum eftir að leiknum lauk kom í ljós að þeir höfðu eitthvað til síns máls. Joel Litvin, forseti NBA-deildarinnar, gaf frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði dómarana hafa gert mistök með því að dæma ekki villu á Wright. Karfan hefði því ekki að fá að standa. „Ég hef sett niður mörg mikilvæg skot á mínum ferli en ekkert í líkingu við þetta. Það mátti litlu muna að staðan væri 2-1 í einvíginu en ekki 3-0," sagði Anthony. „Þetta er eitt erfiðasta tap sem ég hef þurft að upplifa í ellefu ár," sagði Dirk Nowitzky, leikmaður Dallas. „Þetta var leikur sem við urðum að vinna." Anthony skoraði 31 stig fyrir Denver en Chauncey Billups var stigahæstur með 32. Hjá Dallas var Nowtzky stigahæstur með 33 stig og tók þar að auki sextán fráköst. Jason Terry skoraði sautján stig. Cleveland vann Atlanta, 97-82, þar sem LeBron James fór á kostum og skoraði 47 stig. Þetta var hans besta frammistaða í úrslitakeppninni í ár til þessa og hefur Cleveland ekki enn tapað leik síðan að deildakeppninni lauk. James mun vera fyrsti leikmaðurinn í sögunni sem skorar svo mörg stig, tekur svo mörg fráköst (12) og gefur svo margar stoðsendingar (8) í leik í úrslitakeppninni. Cleveland hefur unnið alla sjö leiki sína í úrslitakeppninni með minnst tíu stiga mun. Það er met en gamla metið átti Indiana sem liðið setti fyrir fimm árum síðan. Cleveland hafði reyndar unnið síðustu þrjá leiki sína með minnst 20 stigum en Atlanta náði þó að koma í veg fyrir þann fjórða. Munurinn var ekki nema eitt stig í hálfleik, 47-46, Cleveland í vil. En LeBron og félagar komust á 13-0 sprett í þriðja leikhluta og tryggði sér þar með sigurinn. Zaza Pachulia, leikmaður Atlanta, var rekinn af velli fyrir að mótmæla dómgæslunni. Zydrunas Ilgauskas skoraði fjórtán stig fyrir Cleveland og Delonte West tólf. Joe Johnson skoraði 21 stig fyrir Atlanta og Josh Smith átján.
NBA Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira