Vill ESB upptökuleiðina? 22. maí 2009 06:00 Markmið íslenskra stjórnvalda hefur um langa hríð verið að íslenskur sjávarútvegur sé sjálfbær og arðbær. Til þess að ná því marki höfum við komið á kvótakerfi til að stýra sókn í takmarkaða auðlind. Þannig er ekki einungis horft til þess að takmarka aflann úr hverjum stofni við það sem stjórnvöld ákveða á hverjum tíma heldur einnig horft til þess að veiðar og vinnsla skili hámarks arðsemi. Til að fiskveiðistjórn skili árangri er grundvallaratriði, að þeir sem nýta fiskistofnana hafi sömu hagsmuni og þjóðin af því að nýtingin sé sjálfbær. Að ekki sé veitt meira á hverjum tíma en stofnarnir þola. Verðmætasta fjárfesting útgerðanna er í aflaheimildunum og til að ná fram langtímahugsun í nýtingu þarf sú fjárfesting að vera trygg. Það tryggir jafnframt rekstrargrundvöll útgerðanna sem hafa fjárfest í aflaheimildum með langtímahagsmuni að leiðarljósi. Með þessu fléttast saman hagsmunir útgerðarinnar og þjóðarinnar, sem nýtur fyrir vikið hámarks arðsemi af nýtingu auðlindarinnar. Evrópusambandið hefur átt í erfiðleikum með sjávarútveg sinn um langa hríð. Þar kemur margt til, en því hefur almennt ekki auðnast að færa ábyrgðina til þeirra sem nýta fiskistofnana og tengja þannig saman ávinning og ábyrgð. Á því eru þó undantekningar. Joe Borg, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins, lýsir ástandinu í sjávarútvegsmálum ESB ágætlega í grein í Fréttablaðinu í gær. Því miður getur hann ekki gert betur á þessari stundu en að ímynda sér „að evrópskur sjávarútvegur væri bæði arðbær og sjálfbær atvinnuvegur". Joe Borg kallar eftir tillögum og sjónarmiðum um það hvernig best sé að móta evrópskan sjávarútveg til framtíðar og lýsir sérstaklega eftir aðstoð frá Íslandi „vegna reynslu og þekkingar Íslendinga í þessum málaflokki". Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Íslands er boðuð upptaka aflaheimilda útgerðanna. Þessi stefna vinnur bæði gegn markmiðum um sjálfbærni og arðbærni. Engin eftirspurn er eftir upptökuleið ríkisstjórnar Íslands í íslenskum sjávarútvegi og engin sjávarútvegsþjóð þessa heims beitir henni. Skyldi það vera þessi „reynsla og þekking" sem Joe Borg er að kalla eftir frá Íslandi? Höfundur er framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Markmið íslenskra stjórnvalda hefur um langa hríð verið að íslenskur sjávarútvegur sé sjálfbær og arðbær. Til þess að ná því marki höfum við komið á kvótakerfi til að stýra sókn í takmarkaða auðlind. Þannig er ekki einungis horft til þess að takmarka aflann úr hverjum stofni við það sem stjórnvöld ákveða á hverjum tíma heldur einnig horft til þess að veiðar og vinnsla skili hámarks arðsemi. Til að fiskveiðistjórn skili árangri er grundvallaratriði, að þeir sem nýta fiskistofnana hafi sömu hagsmuni og þjóðin af því að nýtingin sé sjálfbær. Að ekki sé veitt meira á hverjum tíma en stofnarnir þola. Verðmætasta fjárfesting útgerðanna er í aflaheimildunum og til að ná fram langtímahugsun í nýtingu þarf sú fjárfesting að vera trygg. Það tryggir jafnframt rekstrargrundvöll útgerðanna sem hafa fjárfest í aflaheimildum með langtímahagsmuni að leiðarljósi. Með þessu fléttast saman hagsmunir útgerðarinnar og þjóðarinnar, sem nýtur fyrir vikið hámarks arðsemi af nýtingu auðlindarinnar. Evrópusambandið hefur átt í erfiðleikum með sjávarútveg sinn um langa hríð. Þar kemur margt til, en því hefur almennt ekki auðnast að færa ábyrgðina til þeirra sem nýta fiskistofnana og tengja þannig saman ávinning og ábyrgð. Á því eru þó undantekningar. Joe Borg, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins, lýsir ástandinu í sjávarútvegsmálum ESB ágætlega í grein í Fréttablaðinu í gær. Því miður getur hann ekki gert betur á þessari stundu en að ímynda sér „að evrópskur sjávarútvegur væri bæði arðbær og sjálfbær atvinnuvegur". Joe Borg kallar eftir tillögum og sjónarmiðum um það hvernig best sé að móta evrópskan sjávarútveg til framtíðar og lýsir sérstaklega eftir aðstoð frá Íslandi „vegna reynslu og þekkingar Íslendinga í þessum málaflokki". Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Íslands er boðuð upptaka aflaheimilda útgerðanna. Þessi stefna vinnur bæði gegn markmiðum um sjálfbærni og arðbærni. Engin eftirspurn er eftir upptökuleið ríkisstjórnar Íslands í íslenskum sjávarútvegi og engin sjávarútvegsþjóð þessa heims beitir henni. Skyldi það vera þessi „reynsla og þekking" sem Joe Borg er að kalla eftir frá Íslandi? Höfundur er framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun