Vill ESB upptökuleiðina? 22. maí 2009 06:00 Markmið íslenskra stjórnvalda hefur um langa hríð verið að íslenskur sjávarútvegur sé sjálfbær og arðbær. Til þess að ná því marki höfum við komið á kvótakerfi til að stýra sókn í takmarkaða auðlind. Þannig er ekki einungis horft til þess að takmarka aflann úr hverjum stofni við það sem stjórnvöld ákveða á hverjum tíma heldur einnig horft til þess að veiðar og vinnsla skili hámarks arðsemi. Til að fiskveiðistjórn skili árangri er grundvallaratriði, að þeir sem nýta fiskistofnana hafi sömu hagsmuni og þjóðin af því að nýtingin sé sjálfbær. Að ekki sé veitt meira á hverjum tíma en stofnarnir þola. Verðmætasta fjárfesting útgerðanna er í aflaheimildunum og til að ná fram langtímahugsun í nýtingu þarf sú fjárfesting að vera trygg. Það tryggir jafnframt rekstrargrundvöll útgerðanna sem hafa fjárfest í aflaheimildum með langtímahagsmuni að leiðarljósi. Með þessu fléttast saman hagsmunir útgerðarinnar og þjóðarinnar, sem nýtur fyrir vikið hámarks arðsemi af nýtingu auðlindarinnar. Evrópusambandið hefur átt í erfiðleikum með sjávarútveg sinn um langa hríð. Þar kemur margt til, en því hefur almennt ekki auðnast að færa ábyrgðina til þeirra sem nýta fiskistofnana og tengja þannig saman ávinning og ábyrgð. Á því eru þó undantekningar. Joe Borg, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins, lýsir ástandinu í sjávarútvegsmálum ESB ágætlega í grein í Fréttablaðinu í gær. Því miður getur hann ekki gert betur á þessari stundu en að ímynda sér „að evrópskur sjávarútvegur væri bæði arðbær og sjálfbær atvinnuvegur". Joe Borg kallar eftir tillögum og sjónarmiðum um það hvernig best sé að móta evrópskan sjávarútveg til framtíðar og lýsir sérstaklega eftir aðstoð frá Íslandi „vegna reynslu og þekkingar Íslendinga í þessum málaflokki". Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Íslands er boðuð upptaka aflaheimilda útgerðanna. Þessi stefna vinnur bæði gegn markmiðum um sjálfbærni og arðbærni. Engin eftirspurn er eftir upptökuleið ríkisstjórnar Íslands í íslenskum sjávarútvegi og engin sjávarútvegsþjóð þessa heims beitir henni. Skyldi það vera þessi „reynsla og þekking" sem Joe Borg er að kalla eftir frá Íslandi? Höfundur er framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Markmið íslenskra stjórnvalda hefur um langa hríð verið að íslenskur sjávarútvegur sé sjálfbær og arðbær. Til þess að ná því marki höfum við komið á kvótakerfi til að stýra sókn í takmarkaða auðlind. Þannig er ekki einungis horft til þess að takmarka aflann úr hverjum stofni við það sem stjórnvöld ákveða á hverjum tíma heldur einnig horft til þess að veiðar og vinnsla skili hámarks arðsemi. Til að fiskveiðistjórn skili árangri er grundvallaratriði, að þeir sem nýta fiskistofnana hafi sömu hagsmuni og þjóðin af því að nýtingin sé sjálfbær. Að ekki sé veitt meira á hverjum tíma en stofnarnir þola. Verðmætasta fjárfesting útgerðanna er í aflaheimildunum og til að ná fram langtímahugsun í nýtingu þarf sú fjárfesting að vera trygg. Það tryggir jafnframt rekstrargrundvöll útgerðanna sem hafa fjárfest í aflaheimildum með langtímahagsmuni að leiðarljósi. Með þessu fléttast saman hagsmunir útgerðarinnar og þjóðarinnar, sem nýtur fyrir vikið hámarks arðsemi af nýtingu auðlindarinnar. Evrópusambandið hefur átt í erfiðleikum með sjávarútveg sinn um langa hríð. Þar kemur margt til, en því hefur almennt ekki auðnast að færa ábyrgðina til þeirra sem nýta fiskistofnana og tengja þannig saman ávinning og ábyrgð. Á því eru þó undantekningar. Joe Borg, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins, lýsir ástandinu í sjávarútvegsmálum ESB ágætlega í grein í Fréttablaðinu í gær. Því miður getur hann ekki gert betur á þessari stundu en að ímynda sér „að evrópskur sjávarútvegur væri bæði arðbær og sjálfbær atvinnuvegur". Joe Borg kallar eftir tillögum og sjónarmiðum um það hvernig best sé að móta evrópskan sjávarútveg til framtíðar og lýsir sérstaklega eftir aðstoð frá Íslandi „vegna reynslu og þekkingar Íslendinga í þessum málaflokki". Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Íslands er boðuð upptaka aflaheimilda útgerðanna. Þessi stefna vinnur bæði gegn markmiðum um sjálfbærni og arðbærni. Engin eftirspurn er eftir upptökuleið ríkisstjórnar Íslands í íslenskum sjávarútvegi og engin sjávarútvegsþjóð þessa heims beitir henni. Skyldi það vera þessi „reynsla og þekking" sem Joe Borg er að kalla eftir frá Íslandi? Höfundur er framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun