Viðskipti innlent

Ástarbréfin þjóðarbúinu dýrkeypt

Tapaðar veðkröfur Seðlabankans vegna ástarbréfa bankanna eru meiri en sem nemur niðurskurði í ríkisfjármálum á næstu tveimur til þremur árum.

Hagstofan hefur nú gefið út þjóðhagsreikning um fjármál hins opinbera á síðasta ári. Þar kemur fram að tekjuafkoma hins opinbera var neikvæð um 200 milljarða króna árið 2008. Þetta er næstum því tuttugu prósenta stökk niður á við frá í hittiðfyrra. Það sem mestu um munar er yfirtaka ríkisins á töpuðum kröfum vegna veðlána Seðlabankans, eða hin svokölluðu ástarbréf bankanna. Án yfirtökunnar hefði tekjuafkoman verið neikvæð um 8 milljarða króna eða 0,5% af landsframleiðslu.

Ástarbréf bankanna voru í grófum dráttum þannig að þeir fengu lán hjá seðlabankanum í gegnum veð í hverjum öðrum.

Tapaðar veðkröfur Seðlabankans vegna ástarbréfa bankanna eru því meiri en sem nemur niðurskurði í ríkisfjármálum á næstu tveimur til þremur árum. Miðað við áætlun í júlí á þessu ári var gert ráð fyrir að niðurskurðurinn yrði í kringum 160 milljarða íslenskra króna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×