Viðskipti innlent

Auður Capital kaupir Maður lifandi

Maður lifandi. Heilsuverslun.
Maður lifandi. Heilsuverslun.

Fjárfestingasjóður Auðar Capital, AuÐur I, hefur keypt meirihluta í félögunum Maður Lifandi og Bio vörur af Hjördísi Ásberg. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Með fjárfestingunni hyggst sjóðurinn stuðla að frekari vexti félaganna og taka á komandi árum virkan þátt í þeim miklu tækifærum sem felast í heilsutengdri vöru og þjónustu.

Maður Lifandi er 5 ára gamalt fyrirtæki sem rekur veitingastaði og verslanir með heilsurétti og lífrænar vörur af ýmsu tagi og heldur auk þess úti öflugri fræðslu um fjölbreytt heilsutengd málefni.

Bio vörur eru heildsala á sviði lífrænnar matvöru, vítamína og fæðubótarefna. Meðal þekktustu vörumerkja Bio vara eru Now, Bode og Himnesk hollusta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×