Viðskipti innlent

Verðbólgumarkmið leiðir ekki til óhóflegra gengissveiflna

Dr. Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans kemst að þeirri niðurstöðu í nýrri rannsóknarritgerð að verðbólgumarkmið leiði ekki til óhóflegra gengissveiflna. Ritgerðin er aðgengileg á vefsíðu bankans.

Leiðir verðbólgumarkmið til óhóflegra gengissveiflna? er umfjöllunarefni ritgerðarinnar. Ritgerðin er á ensku og ber heitið: „Does inflation targeting lead to excessive exchange rate volatility?"

Á vefsíðu bankans segir að í ritgerðinni fjalli Þórarinn m.a. um hvort upptaka verðbólgumarkmiðs leiði til þess að gengissveiflur, umfram það sem hægt er að skýra með hagrænum grunnþáttum, aukist.

Niðurstöður Þórarins benda til þess að ekkert kerfisbundið samband sé á milli upptöku verðbólgumarkmiðs og umframsveiflna í gengi gjaldmiðla. Hins vegar benda niðurstöðurnar til þess að aðild að Myntbandalagi Evrópu dragi úr þessum umframsveiflum.

Niðurstöðurnar benda því til þess að fljótandi gengi gagnist ekki aðeins til sveiflujöfnunar heldur sé einnig sjálfstæð uppspretta hagsveiflna sem hægt sé að draga úr með því að gerast aðili að gengissamstarfi. Á sama tíma benda niðurstöður hans til þess að upptaka verðbólgumarkmiðs leiði í sjálfu sér ekki til umframsveiflna í gengi gjaldmiðla.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×