Handbolti

Tækifæri fyrir Aron

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Borge Lund og Daniel Narcisse eru báðir meiddir.
Borge Lund og Daniel Narcisse eru báðir meiddir. Nordic Photos/Bongarts

Hafnfirðingurinn Aron Pálmarsson fær væntanlega aukinn tíma á vellinum með Kiel næstu vikurnar eftir að í ljós kom að Norðmaðurinn Borge Lund spilar ekki næstu tvo mánuðina vegna meiðsla.

Lund hefur oftast byrjað á miðjunni hjá Kiel í vetur. Daniel Narcisse er annar leikmaður sem leysir miðjustöðuna en hann er einnig frá vegna meiðsla.

Aron hefur verið að fá aukin tækifæri hjá Alfreð Gíslasyni, þjálfara Kiel, í síðustu leikjum og nýtt sín tækifæri vel. Skorað góð mörk og spilað vel.

Tækifærin munu klárlega aukast meðan þessir tveir leikmenn eru fjarverandi og vonandi að Aron nýti þau til hins ítrasta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×