Viðskipti innlent

Icelandair stefnir enn á að fá fjórar nýjar vélar

Forsvarsmenn Icelandair segjast ekki ætla að hætta við pöntun á fjórum Boeing 787 Dreamliners vélum þrátt fyrir verulegan samdrátt í flugsamgöngum og það mikla högg sem íslenskt efnahagslíf hefur orðið fyrir.

Á Reuters fréttavefnum kemur fram að listaverð fyrir hverja vél sé 166 milljónir bandaríkjadala. „Við erum enn spenntir fyrir þessum áformum," segir Sigþór Einarsson, framkvæmdastjóri hjá Icelandair Group, í samtali við Reuters.

Bæði Boeing og Airbus verksmiðjurnar hafa horft fram á minni eftirspurn eftir flugvélum á þessu ári en Reuters segir jafnframt að eftirspurnin hafi jafnframt verið farin að dragast saman í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×