Erlent

Baby P. minnst í Bretlandi

Dauða hins sautján mánaða Peter Connelly, oft kallaður Baby P., var minnst í Bretlandi um hátíðarnar en minningarreitur hans var þakinn kveðjum og leikföngum um jólin. Dauði Peters komst í heimsfréttirnar eftir að móðir hans auk stjúpföður urðu honum að bana eftir hrottalegar misþyrmingar árið 2007.

Barnaverndaryfirvöld fengu yfir sextíu tilkynningar um að foreldrar drengsins vanræktu hann alvarlega. Þrátt fyrir viðvaranir var barnið aldrei tekið af þeim.

Andvaraleysi barnaverndaryfirvalda leiddi til þess að hann lést af sárum sínum aðeins sautján mánaða gamall.

Málið vakti gríðarlega reiði í Bretlandi en einnig vakti málið mikla athygli hér á landi.

Móðir Peters var dæmd í nokkurra ára fangelsi sem og stjúpi drengsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×