Efnahagsbati í Simbabve 26. júní 2009 05:30 Efnahagslíf Simbabve hefur tekið stórstígum framförum síðan samsteypustjórn Morgans Tsvangirai og Roberts Mugabe tók við í febrúar. Mynd/AP Hagkerfi Simbabve hefur snúið aftur úr táradal síðustu ára. Dregið hefur hratt úr atvinnuleysi, sem mældist 94 prósent í febrúar, og framleiðni hefur tvöfaldast. Þá hafa stjórnvöld náð taki á verðbólgudraugnum og er stefnt að því að snúa hann niður. Þetta segir Elton Mangoma, viðskiptaráðherra Simbabve. Efnahagsbatinn hvílir á dollaravæðingu hagkerfisins en vonast er til að í kjölfarið muni erlendir fjárfestar streyma til landsins. Mangoma segir nýja ríkisstjórn landsins sem tók við í febrúar hafa lyft grettistaki. Atvinnuþátttaka sé nú fimmtán prósent og megi reikna með að allt að þrjátíu prósenta markinu verði náð innan skamms. Efnahagslíf Simbabve hefur verið í molum um árabil og verðbólga staðið í 200 milljón prósentum. Reiknað er með allt að fimm prósenta hagvexti á þessu ári, að sögn Mangoma. Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hagkerfi Simbabve hefur snúið aftur úr táradal síðustu ára. Dregið hefur hratt úr atvinnuleysi, sem mældist 94 prósent í febrúar, og framleiðni hefur tvöfaldast. Þá hafa stjórnvöld náð taki á verðbólgudraugnum og er stefnt að því að snúa hann niður. Þetta segir Elton Mangoma, viðskiptaráðherra Simbabve. Efnahagsbatinn hvílir á dollaravæðingu hagkerfisins en vonast er til að í kjölfarið muni erlendir fjárfestar streyma til landsins. Mangoma segir nýja ríkisstjórn landsins sem tók við í febrúar hafa lyft grettistaki. Atvinnuþátttaka sé nú fimmtán prósent og megi reikna með að allt að þrjátíu prósenta markinu verði náð innan skamms. Efnahagslíf Simbabve hefur verið í molum um árabil og verðbólga staðið í 200 milljón prósentum. Reiknað er með allt að fimm prósenta hagvexti á þessu ári, að sögn Mangoma.
Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira