Handbolti

Ólafur Stefánsson með níu mörk og sigurmarkið í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Stefánsson tryggði Rhein-Neckar Löwen sigurinn í kvöld.
Ólafur Stefánsson tryggði Rhein-Neckar Löwen sigurinn í kvöld. Mynd/Bongarts Getty Images

Ólafur Stefánsson var markahæstur hjá Rhein-Neckar Löwen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld þegar hann skoraði 9 mörk í 30-29 sigri á Göppingen.

Ólafur skoraði sigurmarkið í leiknum af vítalínunni þegar 2 mínútur og 37 sekúndur voru eftir. Það var ekkert skorað eftir það og Ólafur klikkaði meira að segja á víti þegar 39 sekúndur voru eftir.

Ólafur var eins og áður sagði markahæstur á vellinum með 9 mörk en Snorri Steinn Guðjónsson skoraði 4 mörk en Guðjón Valur Sigurðsson komst ekki á blað. Ólafur skoraði úr 7 af 8 vítum sínum í leiknum.

Alexander Pettersson skoraði 3 mörk í 39-23 sigri SG Flensburg-Handewitt á TSV Dormagen. Sverre Andre Jakobsson komst ekki á blað þegar TV Grosswallstadt vann 34-32 útisigur á Degi Sigurðssyni og lærisveinum hans í Füchse Berlin. Rúnar Kárason skoraði 2 mörk fyrir Füchse Berlin.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×