Umfjöllun: Draumabyrjun Sigurðar með Njarðvík Henry Birgir Gunnarsson skrifar 15. október 2009 22:06 Friðrik átti þokkalegan leik með Njarðvík í kvöld. Mynd/Arnþór Sigurður Ingimundarson þreytti frumraun sína sem þjálfari Njarðvíkur í kvöld er hans menn sóttu ÍR heim í íþróttahús Kennaraháskólans. Frumraunin gekk vel því Njarðvík vann öruggan sigur, 70-88. ÍR-ingar komnir á nýjan heimavöll þar sem þeir eru orðnir þreyttir á að spila á dúk í Breiðholtinu. Parket er á gólfinu í Kennaraháskólanum en lítið annað og húsið varla boðlegt fyrir leik í efstu deild. Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta. Hreggviður Magnússon var sjóðheitur og setti niður hvern þristinn á fætur öðrum en hann skoraði 11 af fyrstu 13 stigum ÍR-inga. ÍR-ingar voru reyndar fullkappsmiklir á köflum og Sveinbörn Claessen mátti þakka fyrir að hanga inn á vellinum er hann sparkaði í andlit Páls Kristinssonar. Ljótur leikur hjá Sveinbirni. Njarðvík gaf heimamönnum samt ekkert eftir og var aðeins einu stigi á eftir, 25-24. Gestirnir spiluðu fína vörn í öðrum leikhluta og náðu forystu fyrir leikhlé, 37-44. Þriðji leikhlutinn var lyginni líkastur. Njarðvík spilaði ótrúlega sterka vörn og ÍR kom vart góðu skoti á körfuna. Fyrsta stig heimamanna í leikhlutanum kom ekki fyrr en eftir rúmar 5 mínútur og það af vítalínunni. Fyrstu stig heimamanna í leikhlutanum utan af velli kom þegar 2.20 mín voru eftir af leikhlutanum. Eftir þriðja leikhlutann var staðan 46-69 og síðasti leikhlutinn var aldrei spennandi. Hreggviður var flottur í liði ÍR-inga en vantaði sárlega aðstoð frá fleiri félögum sínum. Nemanja Sovic olli miklum vonbrigðum og fann sig engan veginn. Kristinn Jónsson var í tómu tjóni þangað til hann reiddist og þá fór hann að spila hörkuvel. Félagar hans verða því að muna að pirra hann rækilega fyrir næsta leik. Magnús Þór Gunnarsson og Jóhann Árni Ólafsson voru sterkastir í liði Njarðvíkinga en Jóhann var samt nokkuð mistækur framan af. Rúnar Ingi Erlingsson sýndi einnig lipur tilþrif. ÍR-Njarðvík 70-88 Stig ÍR: Hreggviður Magnússon 16, Nemanja Sovic 12, Sveinbjörn Claessen 11, Kristinn Jónsson 9, Ólafur Þórisson 8, Davíð Fritzson 5, Steinar Arason 5, Gunnlaugur Elsuson 4.Stig Njarðvíkur: Magnús Þór Gunnarsson 24, Jóhann Árni Ólafsson 21, Kristján Sigurðsson 8, Guðmundur Jónsson 8, Friðrik Stefánsson 8, Páll Kristinsson 7, Rúnar Ingi Erlingsson 6, Hjörtur Hrafn Einarsson 6. Dominos-deild karla Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
Sigurður Ingimundarson þreytti frumraun sína sem þjálfari Njarðvíkur í kvöld er hans menn sóttu ÍR heim í íþróttahús Kennaraháskólans. Frumraunin gekk vel því Njarðvík vann öruggan sigur, 70-88. ÍR-ingar komnir á nýjan heimavöll þar sem þeir eru orðnir þreyttir á að spila á dúk í Breiðholtinu. Parket er á gólfinu í Kennaraháskólanum en lítið annað og húsið varla boðlegt fyrir leik í efstu deild. Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta. Hreggviður Magnússon var sjóðheitur og setti niður hvern þristinn á fætur öðrum en hann skoraði 11 af fyrstu 13 stigum ÍR-inga. ÍR-ingar voru reyndar fullkappsmiklir á köflum og Sveinbörn Claessen mátti þakka fyrir að hanga inn á vellinum er hann sparkaði í andlit Páls Kristinssonar. Ljótur leikur hjá Sveinbirni. Njarðvík gaf heimamönnum samt ekkert eftir og var aðeins einu stigi á eftir, 25-24. Gestirnir spiluðu fína vörn í öðrum leikhluta og náðu forystu fyrir leikhlé, 37-44. Þriðji leikhlutinn var lyginni líkastur. Njarðvík spilaði ótrúlega sterka vörn og ÍR kom vart góðu skoti á körfuna. Fyrsta stig heimamanna í leikhlutanum kom ekki fyrr en eftir rúmar 5 mínútur og það af vítalínunni. Fyrstu stig heimamanna í leikhlutanum utan af velli kom þegar 2.20 mín voru eftir af leikhlutanum. Eftir þriðja leikhlutann var staðan 46-69 og síðasti leikhlutinn var aldrei spennandi. Hreggviður var flottur í liði ÍR-inga en vantaði sárlega aðstoð frá fleiri félögum sínum. Nemanja Sovic olli miklum vonbrigðum og fann sig engan veginn. Kristinn Jónsson var í tómu tjóni þangað til hann reiddist og þá fór hann að spila hörkuvel. Félagar hans verða því að muna að pirra hann rækilega fyrir næsta leik. Magnús Þór Gunnarsson og Jóhann Árni Ólafsson voru sterkastir í liði Njarðvíkinga en Jóhann var samt nokkuð mistækur framan af. Rúnar Ingi Erlingsson sýndi einnig lipur tilþrif. ÍR-Njarðvík 70-88 Stig ÍR: Hreggviður Magnússon 16, Nemanja Sovic 12, Sveinbjörn Claessen 11, Kristinn Jónsson 9, Ólafur Þórisson 8, Davíð Fritzson 5, Steinar Arason 5, Gunnlaugur Elsuson 4.Stig Njarðvíkur: Magnús Þór Gunnarsson 24, Jóhann Árni Ólafsson 21, Kristján Sigurðsson 8, Guðmundur Jónsson 8, Friðrik Stefánsson 8, Páll Kristinsson 7, Rúnar Ingi Erlingsson 6, Hjörtur Hrafn Einarsson 6.
Dominos-deild karla Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti