Enn frestar Woods að ræða við lögreglu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. nóvember 2009 10:45 Tiger Woods. Nordic Photos / Getty Images Tiger Woods mun ekki ræða við lögregluna fyrr en í dag en hann lenti í árekstri á föstudaginn þar sem óttast var í fyrstu að hann væri alvarlega slasaður. Svo reyndist þó ekki vera og var hann útskrifaður af sjúkrahúsinu síðar um daginn. Woods fór af heimili sínu um miðja nótt og hlaut áverka í andliti er hann ók á brunahana og tré, skammt frá heimili sínu. Það var Elin, eiginkona hans, sem heyrði í slysinu og kom fyrst á vettvang. Hún komst inn í bílinn með því að brjóta eina bílrúðina með golfkylfu og náði að draga Tiger úr bílnum. Lögreglan hefur Woods ekki grunaðan um ölvunarakstur en vill þó yfirheyra hann vegna slyssins. Það var ekki hægt á föstudagskvöldið þar sem Tiger var þá að hvíla sig. Lögreglan greindi svo frá því í gær að enn hefði ekki verið hægt að yfirheyra Woods þar sem að umboðsmaður Tiger sagði að hjónin gætu ekki rætt við lögregluna fyrr en á sunnudaginn, í dag. „Það er óvenjulegt að við höfum ekki fengið að ræða við hann enn," sagði fulltrúi lögreglu. Golf Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Fleiri fréttir Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Tiger Woods mun ekki ræða við lögregluna fyrr en í dag en hann lenti í árekstri á föstudaginn þar sem óttast var í fyrstu að hann væri alvarlega slasaður. Svo reyndist þó ekki vera og var hann útskrifaður af sjúkrahúsinu síðar um daginn. Woods fór af heimili sínu um miðja nótt og hlaut áverka í andliti er hann ók á brunahana og tré, skammt frá heimili sínu. Það var Elin, eiginkona hans, sem heyrði í slysinu og kom fyrst á vettvang. Hún komst inn í bílinn með því að brjóta eina bílrúðina með golfkylfu og náði að draga Tiger úr bílnum. Lögreglan hefur Woods ekki grunaðan um ölvunarakstur en vill þó yfirheyra hann vegna slyssins. Það var ekki hægt á föstudagskvöldið þar sem Tiger var þá að hvíla sig. Lögreglan greindi svo frá því í gær að enn hefði ekki verið hægt að yfirheyra Woods þar sem að umboðsmaður Tiger sagði að hjónin gætu ekki rætt við lögregluna fyrr en á sunnudaginn, í dag. „Það er óvenjulegt að við höfum ekki fengið að ræða við hann enn," sagði fulltrúi lögreglu.
Golf Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Fleiri fréttir Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira