Viðskipti innlent

Edda Rós til AGS

Edda Rós Karlsdóttir.
Edda Rós Karlsdóttir. Mynd/GVA

„Mér þótti þetta starf mjög spennandi og sótti um. Hætti hjá bankanum fyrir hádegi á föstudag [í síðustu viku] og byrjaði á skrifstofu fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) eftir hádegið," segir Edda Rós Karlsdóttir, áður hagfræðingur hjá Landsbankanum.

Edda kom til starfa til Landsbankans í kjölfar einkavæðingar hans í maí 2003 og stýrði greiningardeild bankans þar til hann komst í hendur ríkisins á ný í október í fyrra. Auk Eddu starfa tveir á skrifstofunni: Franek Rozwadowski, fulltrúi AGS, og Ragnar Hjálmarsson, sem ber titilinn skrifstofustjóri.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×