Erlent

Játaði Gordon Brown ást sína

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Það er ekki á hverjum degi sem fjölmiðlar birta myndir af Gordon Brown brosandi en ljósmyndari Telegraph náði þessari. Sarkozy er hægra megin.
Það er ekki á hverjum degi sem fjölmiðlar birta myndir af Gordon Brown brosandi en ljósmyndari Telegraph náði þessari. Sarkozy er hægra megin. MYND/Telegraph

Nikolas Sarkozy Frakklandsforseti játaði Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, ást sína á fundi þeirra í febrúar á þessu ári. Einkaritari Browns sagði frá þessu í viðtali við Telegraph. Forsetinn var að slá á létta strengi. Hann sagði Brown að sér ætti alls ekki að líka við hann, þvert á móti. Þeir ættu ekkert sameiginlegt, Brown væri Skoti og hagfræðingur en einhvern veginn væri það nú samt svo að Sarkozy elskaði hann. Var forsetinn þó fljótur að bæta því við að ekkert kynferðislegt væri við þessa ást.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×