Er umræðunni lokið? 30. apríl 2009 06:00 Sú staðreynd að ekki skyldi takast að ná fram skyndilegum, og um margt róttækum stjórnarskrárbreytingum í ólgu atburða síðustu missera, er ekki sjúkleikamerki eða vitnisburður um lýðræðishalla íslenskrar stjórnskipunar. Miklu frekar er hér um að ræða eðlilega niðurstöðu stjórnskipulegs lýðræðis og festu. Íslendingar njóta nú góðs af því að skýrar og stöðugar reglur gilda um skiptingu og meðferð ríkisvaldsins. Ofan á efnahagskreppu landsins mun því ekki bætast stjórnlagaóvissa með kostnaði og lausung í ákvarðanatöku. Orka samfélagsins getur farið óspillt í að takast á við aðkallandi málefni. Með þessu er hins vegar ekki sagt að lýðveldisstjórnarskráin sé hafin yfir gagnrýni og endurskoðun. Fullyrða má að veruleg samstaða ríki um að ákveðnar umbætur þurfi að gera á núgildandi stjórnarskrá. Hér má nefna tillögur um þjóðaratkvæðagreiðslur sem og heimild til framsals ríkisvaldsvalds til alþjóðlegra stofnana á afmörkuðum sviðum. Auk þess hlýtur núverandi kjördæmaskipun að vekja spurningar um endurskoðun. Á enn öðrum sviðum kynni nánari umræða og skoðun að leiða í ljós að æskilegt sé að styrkja sum atriði stjórnarskrárinnar, t.d. varðandi sjálfstæði dómstóla og skipun dómara, úrlausn um stjórnskipulegt gildi laga, vernd umhverfis og ýmislegt sem lýtur að starfsemi og áhrifum Alþingis. Hér ber þó sem fyrr að minnast þess að ýmis mikilvæg atriði, sem kenna má við „stjórnskipun", má ráða til lykta með almennum lögum og enn önnur með breyttri framkvæmd innan ramma gildandi laga (t.d. að því er varðar störf Alþingis). Miðað við þann mikla almenna og pólítíska áhuga sem var á grundvallaratriðum stjórnskipunarinnar fyrir síðustu kosningar verður að gera ráð fyrir því að ný ríkisstjórn setji almenna endurskoðun á stjórnarskránni nú á dagskrá, e.t.v. þannig að m.a. verði búinn til einhvers konar samráðsvettvangur eða þjóðfundur í þessu skyni. Þótt íslensk stjórnskipun sé langt frá því að vera „handónýt", er yfirvegað og opið ferli til endurskoðunar, sem fram færi samkvæmt grunnreglum og í anda stjórnarskrárinnar sjálfrar, fagnaðarefni. Umræðunni um stjórnarskrána ætti ekki að vera lokið - hún ætti að vera rétt að byrja. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Sú staðreynd að ekki skyldi takast að ná fram skyndilegum, og um margt róttækum stjórnarskrárbreytingum í ólgu atburða síðustu missera, er ekki sjúkleikamerki eða vitnisburður um lýðræðishalla íslenskrar stjórnskipunar. Miklu frekar er hér um að ræða eðlilega niðurstöðu stjórnskipulegs lýðræðis og festu. Íslendingar njóta nú góðs af því að skýrar og stöðugar reglur gilda um skiptingu og meðferð ríkisvaldsins. Ofan á efnahagskreppu landsins mun því ekki bætast stjórnlagaóvissa með kostnaði og lausung í ákvarðanatöku. Orka samfélagsins getur farið óspillt í að takast á við aðkallandi málefni. Með þessu er hins vegar ekki sagt að lýðveldisstjórnarskráin sé hafin yfir gagnrýni og endurskoðun. Fullyrða má að veruleg samstaða ríki um að ákveðnar umbætur þurfi að gera á núgildandi stjórnarskrá. Hér má nefna tillögur um þjóðaratkvæðagreiðslur sem og heimild til framsals ríkisvaldsvalds til alþjóðlegra stofnana á afmörkuðum sviðum. Auk þess hlýtur núverandi kjördæmaskipun að vekja spurningar um endurskoðun. Á enn öðrum sviðum kynni nánari umræða og skoðun að leiða í ljós að æskilegt sé að styrkja sum atriði stjórnarskrárinnar, t.d. varðandi sjálfstæði dómstóla og skipun dómara, úrlausn um stjórnskipulegt gildi laga, vernd umhverfis og ýmislegt sem lýtur að starfsemi og áhrifum Alþingis. Hér ber þó sem fyrr að minnast þess að ýmis mikilvæg atriði, sem kenna má við „stjórnskipun", má ráða til lykta með almennum lögum og enn önnur með breyttri framkvæmd innan ramma gildandi laga (t.d. að því er varðar störf Alþingis). Miðað við þann mikla almenna og pólítíska áhuga sem var á grundvallaratriðum stjórnskipunarinnar fyrir síðustu kosningar verður að gera ráð fyrir því að ný ríkisstjórn setji almenna endurskoðun á stjórnarskránni nú á dagskrá, e.t.v. þannig að m.a. verði búinn til einhvers konar samráðsvettvangur eða þjóðfundur í þessu skyni. Þótt íslensk stjórnskipun sé langt frá því að vera „handónýt", er yfirvegað og opið ferli til endurskoðunar, sem fram færi samkvæmt grunnreglum og í anda stjórnarskrárinnar sjálfrar, fagnaðarefni. Umræðunni um stjórnarskrána ætti ekki að vera lokið - hún ætti að vera rétt að byrja. Höfundur er lögfræðingur.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun