Viðskipti innlent

Mikið tap hjá Century Aluminium og Helguvík til skoðunnar

Álfélagið Century Aluminium tapaði tæplega 900 milljónum dollara á síðasta ári eða sem nemur rúmlega 100 milljörðum kr.. Sökum þessa taps hafa allar nýjar framkvæmdir á vegum félagsins verið stöðvaðar að mestu. Og bygging álversins í Helguvík er til skoðunnar.

Á vefsíðu félagsins segir Logan Kruger forstjóri þess að áfram sé litið á Helguvík sem góða fjárfestingu fyrir hlutafa félagsins en umfang verksins í heild sé til endurskoðunnar sem og fjármögnunarmöguleikar félagsins í tengslum við bygginguna.

Þess má geta að árið 2007 var tap Century Aluminium nífalt minna en það var í fyrra.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×