Yfirfull fangelsi – hvað er til ráða? 6. ágúst 2009 06:00 Undanfarið hefur verið fjallað um þá staðreynd í fjölmiðlum að fangelsi landsins séu yfirfull. Það sé því ekki pláss til að taka við fleirum og á meðan lengist boðunarlistinn. Í Morgunblaðinu 27. júlí sl. var haft eftir Páli Winkel, forstjóra Fangelsismálastofnunar, að stofnunin sæktist ekki eftir því að taka í notkun bráðabirgðahúsnæði vegna þess að sýnt hafi verið fram á að það sé dýrara að breyta húsi í fangelsi heldur en að byggja fangelsi. Ekki er tilefni þessa bréfs að hafa skoðanir á því hvort það sé rétt eða rangt heldur frekar að benda ráðamönnum á ódýrari lausn, hvernig megi fækka á boðunarlista Fangelsismálastofnunar og einstaklingum í fangelsi í framtíðinni. Um leið mætti spara verulega í fangelsiskerfinu. EKRON býður í dag upp á vistunar- og endurhæfingarúrræði fyrir þá sem minna mega sín úti í samfélaginu og hentar því líka vel fyrir ákveðinn hóp fanga í afplánun, þ.e. þeirra sem geta nýtt sér aðstoð og búið við opið fangelsisúrræði. Eins og allir vita er ekki hægt að reka slíkt heimili, frekar en önnur heimili í landinu, án fjármagns en með tilkomu þess mætti hagræða með því að fækka dýrari úrræðum og taka upp ódýrari. Við slíkan rekstur þarf jafnframt að taka tillit til þess að hægt verði að halda úti vel skipulagðri og markvissri endurhæfingu enda margoft verið sýnt fram m.a. í rannsókn (2007) eftir Margréti Sæmundsdóttur hagfræðing að virk endurhæfing í opnu úrræði skili góðum árangri og leiði til mun lægri kostnaðar þegar til lengra tíma er litið. Við hjá EKRON vitum að úrræðið skilar árangri. Forsvarsmenn EKRON hafa þegar bent Fangelsismálastofnun á þennan vistunar- og endurhæfingarmöguleika. Nú eru liðin tíu ár síðan tekin voru upp fjölbreytt rekstrarform á fangelsum í Bretlandi og hafa CBI, bresku samtök atvinnulífsins gefið út skýrslu þar sem lagt er mat á árangurinn. Samkvæmt þeirri skýrslu hefur verið sýnt fram á ýmsa kosti einkarekinna fangelsa umfram þau ríkisreknu, sbr.: • betri hönnun, • meiri sveigjanleika starfsfólks, • meiri ábyrgðartilfinningu stjórnenda, • gegnsærri fjármálastjórnun, • fylgst er með framförum og vel heppnaðar nýjungar teknar upp, • heildstæðar endurhæfingaráætlanir fyrir fanga. Yfirmaður fangelsismála í breska innanríkisráðuneytinu, Martin Narey, segir reynsluna af þátttöku einkaaðila í rekstri fangelsa vera mjög góða.Samfélagsmál – velferð okkarÍ skýrslu sem undirrituð tók nýlega saman um stöðu þátttakenda í EKRON, kemur eftirfarandi fram:46% þátttakenda hafa afplánað dóma og lögreglan hafði haft afskipti af 51% þátttakenda. Neysla hófst að meðaltali á aldrinum 12 til 14 ára. 77% þátttakenda höfðu orðið fyrir ofbeldi af einhverju tagi í æsku (kynferðis-, líkamlegu og alvarlegu andlegu ofbeldi. 47% þátttakenda hafa greinst með ADHD (ofvirkni með athyglisbrest) og 35% hafa greinst með lesblindu. Allt eru þetta þættir sem vinna þarf með í endurhæfingu þessara einstaklinga.Í efnahagsþrengingum er alltaf hætta fyrir hendi, eins og reynslan sýndi sig í finnsku kreppunni á tíunda áratugnum, að félags- og heilbrigðisvandinn aukist í samfélaginu, - semsagt ávísun á aukin útgjöld fyrir skattgreiðendur í framtíðinni. Þetta er því samfélagsmál og snýst um velferð okkar allra.Á síðastliðnum vetri skipaði félagsmálaráðherra stýrihóp um velferðarvakt. Í skýrslu vaktarinnar kemur m.a. fram að „…hvatt sé til þess að í þeim niðurskurði sem framundan er sé verkefnum forgangsraðað en ekki skorið af öllu velferðarkerfinu því þá er hætta á að þessi hópur en verr þegar þjóðfélagið réttir úr kútnum aftur".Þetta er það sem blasir við okkur ef ekkert verður að gert. Mikilvægt er því að ráðamenn sýni í dag fyrirhyggju, nýti þau vistunar- og endurhæfingarúrræði og þá þekkingu sem starfsfólk hefur aflað sér til þess, á sem hagkvæmastan hátt til að stemma stigu við þeirri þróun sem á sér stað í þjóðfélaginu í dag. Þannig má ná fram hagræðingu og lægri kostnað í framtíðinni.EKRONStarfsemi EKRON er fyrir þá sem eru með skerta vinnuhæfni vegna vímuefnavanda. Mikið er lagt upp úr verklegri kennslu í EKRON og er markmiðið með verklegri kennslu að þátttakendur upplifi vinnu við skemmtileg verkefni þar sem þeir tengja saman huga og hönd og gleymi sér í skapandi starfi um stund og nái að búa til fullunna nytjahluti/ gripi sem lifa áfram með þeim eða öðrum sem minna á vel heppnaða vinnu og árangur. Einnig hefur verið komið á samstarfi við Fjölbrautaskólann við Ármúla.Hægt er að nálgast skýrsluna og aðrar upplýsingar um starfsemi EKRON á heimasíðunni www.ekron.is. Höfundur er félagsráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur verið fjallað um þá staðreynd í fjölmiðlum að fangelsi landsins séu yfirfull. Það sé því ekki pláss til að taka við fleirum og á meðan lengist boðunarlistinn. Í Morgunblaðinu 27. júlí sl. var haft eftir Páli Winkel, forstjóra Fangelsismálastofnunar, að stofnunin sæktist ekki eftir því að taka í notkun bráðabirgðahúsnæði vegna þess að sýnt hafi verið fram á að það sé dýrara að breyta húsi í fangelsi heldur en að byggja fangelsi. Ekki er tilefni þessa bréfs að hafa skoðanir á því hvort það sé rétt eða rangt heldur frekar að benda ráðamönnum á ódýrari lausn, hvernig megi fækka á boðunarlista Fangelsismálastofnunar og einstaklingum í fangelsi í framtíðinni. Um leið mætti spara verulega í fangelsiskerfinu. EKRON býður í dag upp á vistunar- og endurhæfingarúrræði fyrir þá sem minna mega sín úti í samfélaginu og hentar því líka vel fyrir ákveðinn hóp fanga í afplánun, þ.e. þeirra sem geta nýtt sér aðstoð og búið við opið fangelsisúrræði. Eins og allir vita er ekki hægt að reka slíkt heimili, frekar en önnur heimili í landinu, án fjármagns en með tilkomu þess mætti hagræða með því að fækka dýrari úrræðum og taka upp ódýrari. Við slíkan rekstur þarf jafnframt að taka tillit til þess að hægt verði að halda úti vel skipulagðri og markvissri endurhæfingu enda margoft verið sýnt fram m.a. í rannsókn (2007) eftir Margréti Sæmundsdóttur hagfræðing að virk endurhæfing í opnu úrræði skili góðum árangri og leiði til mun lægri kostnaðar þegar til lengra tíma er litið. Við hjá EKRON vitum að úrræðið skilar árangri. Forsvarsmenn EKRON hafa þegar bent Fangelsismálastofnun á þennan vistunar- og endurhæfingarmöguleika. Nú eru liðin tíu ár síðan tekin voru upp fjölbreytt rekstrarform á fangelsum í Bretlandi og hafa CBI, bresku samtök atvinnulífsins gefið út skýrslu þar sem lagt er mat á árangurinn. Samkvæmt þeirri skýrslu hefur verið sýnt fram á ýmsa kosti einkarekinna fangelsa umfram þau ríkisreknu, sbr.: • betri hönnun, • meiri sveigjanleika starfsfólks, • meiri ábyrgðartilfinningu stjórnenda, • gegnsærri fjármálastjórnun, • fylgst er með framförum og vel heppnaðar nýjungar teknar upp, • heildstæðar endurhæfingaráætlanir fyrir fanga. Yfirmaður fangelsismála í breska innanríkisráðuneytinu, Martin Narey, segir reynsluna af þátttöku einkaaðila í rekstri fangelsa vera mjög góða.Samfélagsmál – velferð okkarÍ skýrslu sem undirrituð tók nýlega saman um stöðu þátttakenda í EKRON, kemur eftirfarandi fram:46% þátttakenda hafa afplánað dóma og lögreglan hafði haft afskipti af 51% þátttakenda. Neysla hófst að meðaltali á aldrinum 12 til 14 ára. 77% þátttakenda höfðu orðið fyrir ofbeldi af einhverju tagi í æsku (kynferðis-, líkamlegu og alvarlegu andlegu ofbeldi. 47% þátttakenda hafa greinst með ADHD (ofvirkni með athyglisbrest) og 35% hafa greinst með lesblindu. Allt eru þetta þættir sem vinna þarf með í endurhæfingu þessara einstaklinga.Í efnahagsþrengingum er alltaf hætta fyrir hendi, eins og reynslan sýndi sig í finnsku kreppunni á tíunda áratugnum, að félags- og heilbrigðisvandinn aukist í samfélaginu, - semsagt ávísun á aukin útgjöld fyrir skattgreiðendur í framtíðinni. Þetta er því samfélagsmál og snýst um velferð okkar allra.Á síðastliðnum vetri skipaði félagsmálaráðherra stýrihóp um velferðarvakt. Í skýrslu vaktarinnar kemur m.a. fram að „…hvatt sé til þess að í þeim niðurskurði sem framundan er sé verkefnum forgangsraðað en ekki skorið af öllu velferðarkerfinu því þá er hætta á að þessi hópur en verr þegar þjóðfélagið réttir úr kútnum aftur".Þetta er það sem blasir við okkur ef ekkert verður að gert. Mikilvægt er því að ráðamenn sýni í dag fyrirhyggju, nýti þau vistunar- og endurhæfingarúrræði og þá þekkingu sem starfsfólk hefur aflað sér til þess, á sem hagkvæmastan hátt til að stemma stigu við þeirri þróun sem á sér stað í þjóðfélaginu í dag. Þannig má ná fram hagræðingu og lægri kostnað í framtíðinni.EKRONStarfsemi EKRON er fyrir þá sem eru með skerta vinnuhæfni vegna vímuefnavanda. Mikið er lagt upp úr verklegri kennslu í EKRON og er markmiðið með verklegri kennslu að þátttakendur upplifi vinnu við skemmtileg verkefni þar sem þeir tengja saman huga og hönd og gleymi sér í skapandi starfi um stund og nái að búa til fullunna nytjahluti/ gripi sem lifa áfram með þeim eða öðrum sem minna á vel heppnaða vinnu og árangur. Einnig hefur verið komið á samstarfi við Fjölbrautaskólann við Ármúla.Hægt er að nálgast skýrsluna og aðrar upplýsingar um starfsemi EKRON á heimasíðunni www.ekron.is. Höfundur er félagsráðgjafi.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun