Yfirfull fangelsi – hvað er til ráða? 6. ágúst 2009 06:00 Undanfarið hefur verið fjallað um þá staðreynd í fjölmiðlum að fangelsi landsins séu yfirfull. Það sé því ekki pláss til að taka við fleirum og á meðan lengist boðunarlistinn. Í Morgunblaðinu 27. júlí sl. var haft eftir Páli Winkel, forstjóra Fangelsismálastofnunar, að stofnunin sæktist ekki eftir því að taka í notkun bráðabirgðahúsnæði vegna þess að sýnt hafi verið fram á að það sé dýrara að breyta húsi í fangelsi heldur en að byggja fangelsi. Ekki er tilefni þessa bréfs að hafa skoðanir á því hvort það sé rétt eða rangt heldur frekar að benda ráðamönnum á ódýrari lausn, hvernig megi fækka á boðunarlista Fangelsismálastofnunar og einstaklingum í fangelsi í framtíðinni. Um leið mætti spara verulega í fangelsiskerfinu. EKRON býður í dag upp á vistunar- og endurhæfingarúrræði fyrir þá sem minna mega sín úti í samfélaginu og hentar því líka vel fyrir ákveðinn hóp fanga í afplánun, þ.e. þeirra sem geta nýtt sér aðstoð og búið við opið fangelsisúrræði. Eins og allir vita er ekki hægt að reka slíkt heimili, frekar en önnur heimili í landinu, án fjármagns en með tilkomu þess mætti hagræða með því að fækka dýrari úrræðum og taka upp ódýrari. Við slíkan rekstur þarf jafnframt að taka tillit til þess að hægt verði að halda úti vel skipulagðri og markvissri endurhæfingu enda margoft verið sýnt fram m.a. í rannsókn (2007) eftir Margréti Sæmundsdóttur hagfræðing að virk endurhæfing í opnu úrræði skili góðum árangri og leiði til mun lægri kostnaðar þegar til lengra tíma er litið. Við hjá EKRON vitum að úrræðið skilar árangri. Forsvarsmenn EKRON hafa þegar bent Fangelsismálastofnun á þennan vistunar- og endurhæfingarmöguleika. Nú eru liðin tíu ár síðan tekin voru upp fjölbreytt rekstrarform á fangelsum í Bretlandi og hafa CBI, bresku samtök atvinnulífsins gefið út skýrslu þar sem lagt er mat á árangurinn. Samkvæmt þeirri skýrslu hefur verið sýnt fram á ýmsa kosti einkarekinna fangelsa umfram þau ríkisreknu, sbr.: • betri hönnun, • meiri sveigjanleika starfsfólks, • meiri ábyrgðartilfinningu stjórnenda, • gegnsærri fjármálastjórnun, • fylgst er með framförum og vel heppnaðar nýjungar teknar upp, • heildstæðar endurhæfingaráætlanir fyrir fanga. Yfirmaður fangelsismála í breska innanríkisráðuneytinu, Martin Narey, segir reynsluna af þátttöku einkaaðila í rekstri fangelsa vera mjög góða.Samfélagsmál – velferð okkarÍ skýrslu sem undirrituð tók nýlega saman um stöðu þátttakenda í EKRON, kemur eftirfarandi fram:46% þátttakenda hafa afplánað dóma og lögreglan hafði haft afskipti af 51% þátttakenda. Neysla hófst að meðaltali á aldrinum 12 til 14 ára. 77% þátttakenda höfðu orðið fyrir ofbeldi af einhverju tagi í æsku (kynferðis-, líkamlegu og alvarlegu andlegu ofbeldi. 47% þátttakenda hafa greinst með ADHD (ofvirkni með athyglisbrest) og 35% hafa greinst með lesblindu. Allt eru þetta þættir sem vinna þarf með í endurhæfingu þessara einstaklinga.Í efnahagsþrengingum er alltaf hætta fyrir hendi, eins og reynslan sýndi sig í finnsku kreppunni á tíunda áratugnum, að félags- og heilbrigðisvandinn aukist í samfélaginu, - semsagt ávísun á aukin útgjöld fyrir skattgreiðendur í framtíðinni. Þetta er því samfélagsmál og snýst um velferð okkar allra.Á síðastliðnum vetri skipaði félagsmálaráðherra stýrihóp um velferðarvakt. Í skýrslu vaktarinnar kemur m.a. fram að „…hvatt sé til þess að í þeim niðurskurði sem framundan er sé verkefnum forgangsraðað en ekki skorið af öllu velferðarkerfinu því þá er hætta á að þessi hópur en verr þegar þjóðfélagið réttir úr kútnum aftur".Þetta er það sem blasir við okkur ef ekkert verður að gert. Mikilvægt er því að ráðamenn sýni í dag fyrirhyggju, nýti þau vistunar- og endurhæfingarúrræði og þá þekkingu sem starfsfólk hefur aflað sér til þess, á sem hagkvæmastan hátt til að stemma stigu við þeirri þróun sem á sér stað í þjóðfélaginu í dag. Þannig má ná fram hagræðingu og lægri kostnað í framtíðinni.EKRONStarfsemi EKRON er fyrir þá sem eru með skerta vinnuhæfni vegna vímuefnavanda. Mikið er lagt upp úr verklegri kennslu í EKRON og er markmiðið með verklegri kennslu að þátttakendur upplifi vinnu við skemmtileg verkefni þar sem þeir tengja saman huga og hönd og gleymi sér í skapandi starfi um stund og nái að búa til fullunna nytjahluti/ gripi sem lifa áfram með þeim eða öðrum sem minna á vel heppnaða vinnu og árangur. Einnig hefur verið komið á samstarfi við Fjölbrautaskólann við Ármúla.Hægt er að nálgast skýrsluna og aðrar upplýsingar um starfsemi EKRON á heimasíðunni www.ekron.is. Höfundur er félagsráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur verið fjallað um þá staðreynd í fjölmiðlum að fangelsi landsins séu yfirfull. Það sé því ekki pláss til að taka við fleirum og á meðan lengist boðunarlistinn. Í Morgunblaðinu 27. júlí sl. var haft eftir Páli Winkel, forstjóra Fangelsismálastofnunar, að stofnunin sæktist ekki eftir því að taka í notkun bráðabirgðahúsnæði vegna þess að sýnt hafi verið fram á að það sé dýrara að breyta húsi í fangelsi heldur en að byggja fangelsi. Ekki er tilefni þessa bréfs að hafa skoðanir á því hvort það sé rétt eða rangt heldur frekar að benda ráðamönnum á ódýrari lausn, hvernig megi fækka á boðunarlista Fangelsismálastofnunar og einstaklingum í fangelsi í framtíðinni. Um leið mætti spara verulega í fangelsiskerfinu. EKRON býður í dag upp á vistunar- og endurhæfingarúrræði fyrir þá sem minna mega sín úti í samfélaginu og hentar því líka vel fyrir ákveðinn hóp fanga í afplánun, þ.e. þeirra sem geta nýtt sér aðstoð og búið við opið fangelsisúrræði. Eins og allir vita er ekki hægt að reka slíkt heimili, frekar en önnur heimili í landinu, án fjármagns en með tilkomu þess mætti hagræða með því að fækka dýrari úrræðum og taka upp ódýrari. Við slíkan rekstur þarf jafnframt að taka tillit til þess að hægt verði að halda úti vel skipulagðri og markvissri endurhæfingu enda margoft verið sýnt fram m.a. í rannsókn (2007) eftir Margréti Sæmundsdóttur hagfræðing að virk endurhæfing í opnu úrræði skili góðum árangri og leiði til mun lægri kostnaðar þegar til lengra tíma er litið. Við hjá EKRON vitum að úrræðið skilar árangri. Forsvarsmenn EKRON hafa þegar bent Fangelsismálastofnun á þennan vistunar- og endurhæfingarmöguleika. Nú eru liðin tíu ár síðan tekin voru upp fjölbreytt rekstrarform á fangelsum í Bretlandi og hafa CBI, bresku samtök atvinnulífsins gefið út skýrslu þar sem lagt er mat á árangurinn. Samkvæmt þeirri skýrslu hefur verið sýnt fram á ýmsa kosti einkarekinna fangelsa umfram þau ríkisreknu, sbr.: • betri hönnun, • meiri sveigjanleika starfsfólks, • meiri ábyrgðartilfinningu stjórnenda, • gegnsærri fjármálastjórnun, • fylgst er með framförum og vel heppnaðar nýjungar teknar upp, • heildstæðar endurhæfingaráætlanir fyrir fanga. Yfirmaður fangelsismála í breska innanríkisráðuneytinu, Martin Narey, segir reynsluna af þátttöku einkaaðila í rekstri fangelsa vera mjög góða.Samfélagsmál – velferð okkarÍ skýrslu sem undirrituð tók nýlega saman um stöðu þátttakenda í EKRON, kemur eftirfarandi fram:46% þátttakenda hafa afplánað dóma og lögreglan hafði haft afskipti af 51% þátttakenda. Neysla hófst að meðaltali á aldrinum 12 til 14 ára. 77% þátttakenda höfðu orðið fyrir ofbeldi af einhverju tagi í æsku (kynferðis-, líkamlegu og alvarlegu andlegu ofbeldi. 47% þátttakenda hafa greinst með ADHD (ofvirkni með athyglisbrest) og 35% hafa greinst með lesblindu. Allt eru þetta þættir sem vinna þarf með í endurhæfingu þessara einstaklinga.Í efnahagsþrengingum er alltaf hætta fyrir hendi, eins og reynslan sýndi sig í finnsku kreppunni á tíunda áratugnum, að félags- og heilbrigðisvandinn aukist í samfélaginu, - semsagt ávísun á aukin útgjöld fyrir skattgreiðendur í framtíðinni. Þetta er því samfélagsmál og snýst um velferð okkar allra.Á síðastliðnum vetri skipaði félagsmálaráðherra stýrihóp um velferðarvakt. Í skýrslu vaktarinnar kemur m.a. fram að „…hvatt sé til þess að í þeim niðurskurði sem framundan er sé verkefnum forgangsraðað en ekki skorið af öllu velferðarkerfinu því þá er hætta á að þessi hópur en verr þegar þjóðfélagið réttir úr kútnum aftur".Þetta er það sem blasir við okkur ef ekkert verður að gert. Mikilvægt er því að ráðamenn sýni í dag fyrirhyggju, nýti þau vistunar- og endurhæfingarúrræði og þá þekkingu sem starfsfólk hefur aflað sér til þess, á sem hagkvæmastan hátt til að stemma stigu við þeirri þróun sem á sér stað í þjóðfélaginu í dag. Þannig má ná fram hagræðingu og lægri kostnað í framtíðinni.EKRONStarfsemi EKRON er fyrir þá sem eru með skerta vinnuhæfni vegna vímuefnavanda. Mikið er lagt upp úr verklegri kennslu í EKRON og er markmiðið með verklegri kennslu að þátttakendur upplifi vinnu við skemmtileg verkefni þar sem þeir tengja saman huga og hönd og gleymi sér í skapandi starfi um stund og nái að búa til fullunna nytjahluti/ gripi sem lifa áfram með þeim eða öðrum sem minna á vel heppnaða vinnu og árangur. Einnig hefur verið komið á samstarfi við Fjölbrautaskólann við Ármúla.Hægt er að nálgast skýrsluna og aðrar upplýsingar um starfsemi EKRON á heimasíðunni www.ekron.is. Höfundur er félagsráðgjafi.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar