Viðskipti innlent

Milestone úrskurðað gjaldþrota

Stjórn Milestone ehf. hefur óskað eftir eftir því að bú félagsins verði tekið til gjaldþrotaskipta. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur í dag fallist á ósk félagsins og kveðið upp úrskurð um að félagið skuli tekið til gjaldþrotaskipta.

Kröfuhafar Milestone höfnuðu nauðasamningi sem lagður var fyrir þá á fundi þann 14. september til samþykktar eða synjunar. Glitnir, langstærsti kröfuhafinn, studdi hins vegar nauðasamninginn.

Gert var ráð fyrir að kröfuhafar fengju með því 6% upp í kröfu sínar. Mikill meirihluti kröfuhafa þarf að samþykkja nauðasamninga til að þeir öðlist gildi, en svo varð ekki raunin í þessu tilfelli.

Kröfur í bú Milestone nema alls um 80 milljörðum króna. Glitnir og tengdir aðilar er langstærsti kröfuhafinn, með yfir 40 milljarða króna kröfu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×