Frekari lækkun lánshæfiseinkunna ríkissjóðs yrði álitshnekkir 12. janúar 2009 12:03 Ef lánshæfiseinkunnirnar ríkissjóðs lækka frekar fara þær niður fyrir þau mörk sem almennt eru talin skilja á milli hágæða skuldabréfa og annarra skuldabréfa, og væri það töluverður álitshnekkir. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Glitnis. Þar segir að lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins í erlendri mynt var fyrir bankahrunið A+ hjá S&P og Fitch og Aaa hjá Moody's og eru þetta afar góðar einkunnir. Lánshæfið var því talið gott. Núna er einkunnin komin í BBB- hjá S&P og Fitch og Baa- hjá Moody´s og í raun er það lág einkunn í samanburði við önnur iðnríki. Allar þessar einkunnir eru á neikvæðum horfum sem merkir að vel má vera að lánshæfismatsfyrirtækin muni gefa ríkinu enn lakari einkunn á næstu mánuðum. Nettó skuldir hins opinbera voru við upphaf árs um 29% af landsframleiðslu en nú er það mat þessara lánshæfismatsfyrirtækja að skuldahlutfall þetta fari yfir 100% af landsframleiðslu í ár en íslenska ríkið verður þar með meðal skuldugustu í heiminum. Meðal aðildarríkja OECD er ítalska ríkið á svipuðum slóðum og hið íslenska en einungis eitt skuldsettara. Er það Japan en það ríki hefur glímt við umtalsverðan efnahagsvanda í mörg ár. Meginástæður aukinna skulda ríkisins eru þrjár. Í fyrsta lagi er það fjármögnun á eiginfjárframlagi ríkisins til hinna nýju banka sem talið er verða um 385 milljarðar kr. Í öðru lagi er það kostnaður þess vegna innlánaskuldbindinga utan landssteinanna. Ábyrgðir ríkisins vegna þess gætu orðið um 700 miljarðar kr. en þar eru umtalsverðar eignir á móti hjá gömlu bönkunum. Talsverð óvissa er um niðurstöðu þessa fyrir nettó skuldastöðu ríkisins. Í þriðja lagi er það svo endurfjármögnun Seðlabankans en hann tapaði talsverðu fé vegna veðlána til gömlu bankanna. Reiknað er með að þetta séu um 150 milljarðar kr. Þeir áhættuþættir sem lánshæfismatsfyrirtækin nefna að geti lækkað einunnir ríkisins enn frekar er að ef hagkerfið siglir niður í dýpri og meira langvarandi samdrátt en spáð er t.d. ef markmið stjórnvalda í samvinnu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um að skapa stöðugleika á gjaldeyrismarkaði gengur ekki eftir. Þetta myndi þá leiða til meiri halla á ríkissjóði næstu árin og enn hærri skulda. Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Ef lánshæfiseinkunnirnar ríkissjóðs lækka frekar fara þær niður fyrir þau mörk sem almennt eru talin skilja á milli hágæða skuldabréfa og annarra skuldabréfa, og væri það töluverður álitshnekkir. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Glitnis. Þar segir að lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins í erlendri mynt var fyrir bankahrunið A+ hjá S&P og Fitch og Aaa hjá Moody's og eru þetta afar góðar einkunnir. Lánshæfið var því talið gott. Núna er einkunnin komin í BBB- hjá S&P og Fitch og Baa- hjá Moody´s og í raun er það lág einkunn í samanburði við önnur iðnríki. Allar þessar einkunnir eru á neikvæðum horfum sem merkir að vel má vera að lánshæfismatsfyrirtækin muni gefa ríkinu enn lakari einkunn á næstu mánuðum. Nettó skuldir hins opinbera voru við upphaf árs um 29% af landsframleiðslu en nú er það mat þessara lánshæfismatsfyrirtækja að skuldahlutfall þetta fari yfir 100% af landsframleiðslu í ár en íslenska ríkið verður þar með meðal skuldugustu í heiminum. Meðal aðildarríkja OECD er ítalska ríkið á svipuðum slóðum og hið íslenska en einungis eitt skuldsettara. Er það Japan en það ríki hefur glímt við umtalsverðan efnahagsvanda í mörg ár. Meginástæður aukinna skulda ríkisins eru þrjár. Í fyrsta lagi er það fjármögnun á eiginfjárframlagi ríkisins til hinna nýju banka sem talið er verða um 385 milljarðar kr. Í öðru lagi er það kostnaður þess vegna innlánaskuldbindinga utan landssteinanna. Ábyrgðir ríkisins vegna þess gætu orðið um 700 miljarðar kr. en þar eru umtalsverðar eignir á móti hjá gömlu bönkunum. Talsverð óvissa er um niðurstöðu þessa fyrir nettó skuldastöðu ríkisins. Í þriðja lagi er það svo endurfjármögnun Seðlabankans en hann tapaði talsverðu fé vegna veðlána til gömlu bankanna. Reiknað er með að þetta séu um 150 milljarðar kr. Þeir áhættuþættir sem lánshæfismatsfyrirtækin nefna að geti lækkað einunnir ríkisins enn frekar er að ef hagkerfið siglir niður í dýpri og meira langvarandi samdrátt en spáð er t.d. ef markmið stjórnvalda í samvinnu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um að skapa stöðugleika á gjaldeyrismarkaði gengur ekki eftir. Þetta myndi þá leiða til meiri halla á ríkissjóði næstu árin og enn hærri skulda.
Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira