Viðskipti innlent

Frjálslyndir vilja 8% lækkun á stýrivöxtum

Frjálslyndi flokkurinn vill að stýrivextir Seðlabanka Íslands verði nú þegar færðir niður í 8% og síðar lækkaðir frekar eftir því sem unnt reynist.

Í tilkynningu segir að Frjálslyndi flokkurinn telur að tafarlaus og mikil lækkun stýrivaxta nú sé beinlínis lífsnauðsynleg fyrir fjárhag heimila og lykilatriði fyrir endurreisn atvinnulífs í landinu.

Lágir vextir og stöðugt verðlag eru mikilvægustu forsendur endurreisnar.

Ályktun þessa efnis var samþykkt á landsfundi Frjálslynda flokksins í Stykkishólmi 14 mars sl.

Frjálslyndir vilja ennfremur að verðtrygging lána í íslenskum krónum verði afnumin tímabundið, með því að frysta allar vísitölur í þrjú ár. Sá tími verði síðan notaður til undirbúnings því að afnema verðtrygginguna varanlega, þar til annar gjaldmiðill leysir krónuna af hólmi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×