Viðskipti innlent

Stofnfjáreigendur Byrs geta ekki styrkt bankann

Stofnfjáreigendur Byrs eru of skuldsettir til að styrkja bankann að mati Guðjóns Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Samtaka sparisjóðanna. Bankinn tapaði 29 milljörðum króna í fyrra en inni í því tapi er arðgreiðsla til stofnfjáreigenda upp á 13 milljarða. Bankinn hefur nú óskað eftir aðstoð frá ríkinu upp á rúma 10 milljarða.

Forsvarsmenn sparisjóðanna hafa undanfarna daga verið í viðræðum við stjórnvöld um mögulega aðkoma ríkissins til að styrkja og viðhalda sparisjóðakerfinu

Þrír sparisjóðir ýmist hafa eða eru við það að sækja um fjárframlag frá ríkinu vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamörkuðum samkvæmt fréttablaðinu í dag.

Guðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka Sparisjóða, segir að staðan sé mismunandi eftir sparisjóðum.

„Nokkrir sjóðir litlir sjóiðr standa ágætlega aðrir standa verr og það ræðst fyrst o fremst af því hvaða sjóðir hafa verið með í lausafjárstöðu í t.d. skuldabréfum banka og svo framvegis sem hefur tapast," segir Guðjón.

Sparisjóðurinn Byr ætlar að óska eftir 10,5 milljarða fjárframlagi frá ríkinu. Bankinn tapaði 29 milljörðum króna í fyrra en inni í því tapi er aðgreiðsla til stofnfjáreigenda upp á rúma 13 milljarða.

„Eftir því sem ég best veit eru margir af þessum stofnfjáreigendum að kaupa stofnfé 27 milljarða árið 2007 til að styrkja sinn sparisjóð að þeir skuldsetja sig fyrir þessu nýja stofnfé og eru margir hverjir illa staddir útaf þessari skuldsetningu þannig að ég á ekki von á því að það sé raunhæft að tala um skil á arði sem er árs gamall," segir Guðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka Sparisjóða, spurður um það hvort ekki hafi verið rætt um að þeir skili arðinum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×