Erlent

Roman Polanski lagður inn á sjúkrahús

Roman Polanski gengst undir læknisrannóknir í Zúrich.
Roman Polanski gengst undir læknisrannóknir í Zúrich.

Kvikmyndaleikstjórinn Roman Polanski lagðist inn á sjúkrahús í gær í Zúrich í Sviss og gengst undir læknisrannsóknir samkvæmt The Daily Telegraph. Pólski leikstjórinn var handtekinn í Sviss í lok síðasta mánaðar þegar hann hugðist sækja kvikmyndahátíð. Hann hefur verið eftirlýstur í Bandaríkjunum síðan 1977 fyrir að hafa kynmök við þrettán ára stúlku.

Hann flúði land áður en réttarhöld hófust í Bandaríkjunum á áttunda áratugnum og hefur síðan þá verið búsettur í Frakklandi og Póllandi.

Samkvæmt talsmönnum yfirvalda í Sviss þá er ekki talið að Polanski sé hættulega veikur. Um er að ræða veikindi sem þjáðu hann áður en hann var handtekinn. Hann þarf engu að síður að dvelja á sjúkrahúsinu í allt að tvo daga.

Polanski hefur þegar krafist þess að vera leystur úr haldi gegn tryggingu en því var neitað í fyrstu þar sem hann var talinn líklegur til þess að flýja land á ný. Málinu var áfrýjað. Polanski er kominn á áttræðisaldur. Verði hann framseldur til Bandaríkjanna, sem þarlend stjórnvöld hafa krafist, þá mun hann sennilega þurfa að afplána tuttugu ára fangavist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×