Viðskipti innlent

Sendinefnd kröfuhafa Straums ræðir málin hérlendis

Sendinefnd erlendra kröfuhafa Straums hefur verið hér á landi undanfarna daga til að ræða við íslensk stjórnvöld um kröfur sínar og hvernig þeim verði mætt.

Sex menn eru í nefndinni en alls eru 45 bankar og fjármálastofnanir í Evrópu með kröfur á hendur Straumi. Þessir kröfuhafar ákváðu sín í millum að sameinast um fyrrgreinda nefnd til að annast hagsmunagæslu fyrir sig á Íslandi.

Eftir því sem Fréttastofan kemst næst hefur komið til tals að erlendu kröfuhafarnir yfirtaki starfsemi Straums eftir að búið er að skilja innlendar innistæður Straums frá bankanum og flytja til Íslandsbanka. Því verki á að vera lokið fyrir 3. apríl n.k.

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×