Innlent

Krafin um tvær og hálfa milljón fyrir að stinga barn

Sólveig Bergmann skrifar
Hneppt í gæsluvarðhald. Konan sætir gæsluvarðhaldi vegna ódæðis sem hún framdi í Reykjanesbæ.
Hneppt í gæsluvarðhald. Konan sætir gæsluvarðhaldi vegna ódæðis sem hún framdi í Reykjanesbæ.

Farið er fram á að konan, sem stakk fimm ára stúlkubarn með hnífi í Reykjanesbæ, verði dæmd til að greiða stúlkunni um tvær og hálfa milljón í skaðabætur.

Það var í september síðastliðnum sem stúlkan kom til dyra á heimili sínu og konan, sem er 22 ára stakk hana með hnífi í brjóstið vinstra megin, með þeim afleiðingum að barnið hlaut áverka á þind og lifur.

Í raun má segja að hún teljist heppin að ekki fór verr því stungusárið var nálægt hjartanu og náði inn undir neðri holæð. Systir stúlkunnar varð vitni að árásinni.

Konan var í gær ákærð af ríkissaksóknara fyrir tilraun til manndráps. Hún játaði strax verknaðinn, en fyrir liggur mat geðlæknis að konan sé ósakhæf. Það mat er hins vegar ekki bindandi og dómarans að ákveðia hvort af henni stafi hætta.

Til vara krefst ríkissaksóknari þess að konunni verði gert að sæta öryggisráðstöfun á viðeigandi stofnun. Þá fer fjölskylda stúlkunnar fram á að barnið fái greiddar skaðabætur sem nema um tveimur og hálfri milljón króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×